Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Leitin að gulli ormsins

Ævintýraleikur á Héraði

Héraðið er í hættu vegna þess að gullhringur Lagarfljotsormsins er horfinn og skrímslið gæti brotið hlekki sína ef hann finnst ekki. Fjölskyldur á ferðalagi um austurland geta í sumar hjálpað föruneyti hringsins við að finna gull ormsins með því að taka þátt í skemmtilegri fjársjóðsleit um Fljótsdalshérað.

Þátttakendur slást í för með Hrafnkeli Freysgoða og Álfgerði á Ekkjufelli sem leiða föruneytið með hjálp Turf Hunt appsins frá Locatify. Á völdum stöðum þarf að takast á við áskoranir og leysa þrautir til að safna rúnum er mynda lausnarorð sem leiðir að staðnum þar sem gullið er falið. Kort með upplýsingum um leikinn og tillögum að dagleiðum um Héraðið er að finna á flestum gististöðum og víðar, t.d. í Snæfelssstofu og á Skriðuklaustri.

Þið getið nálgast appið hér.

Leitin að gulli ormsins

Leitin að gulli ormsins

Ævintýraleikur á Héraði Héraðið er í hættu vegna þess að gullhringur Lagarfljotsormsins er horfinn og skrímslið gæti brotið hlekki sína ef hann finnst
Leitin að týnda eldinum

Leitin að týnda eldinum

Ævintýra ratleikur í Fljótsdal Leitin að týnda eldinum er fjölskyldu ratleikur fyrir síma. Mælt er með 6+ ára vegna lengd leiksins. Dreki, sem er land
Laugavalladalur

Laugavalladalur

Laugavalladalur er gróðurvin skammt vestan Jökulsár á Dal, um 20 km. norðan Kárahnjúka. Þar er unnt að lauga sig heitri laug og skola svo af sér í nát