Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Leitin að týnda eldinum

Ævintýra ratleikur í Fljótsdal

Leitin að týnda eldinum er fjölskyldu ratleikur fyrir síma. Mælt er með 6+ ára vegna lengd leiksins.

Dreki, sem er landvættur Austurlands, hefur misst eiginleikann að spúa eldi. Til þess að hann geti varið Austurland fyrir þeim illu öflum sem að okkur sækja þurfið þið að hjálpa honum að endurheimta máttinn. Vinir hans eru aðrar vættir sem eru dreifðar um Fljótsdalinn. Þeir hjálpa ykkur að finna vísbendingar.

Leikurinn er eingöngu á Íslensku og aðgengilegur í gegnum appið turfhunt. Það þarf að keyra á milli stöðva og tekur um 3-5 tíma að uppgötva og klára þær 10 stöðvar sem eru í leiknum. Leikurinn var gerður með styrkjum frá samfélagssjóð Fljótsdalshrepps. Hann er gott dæmi um hvernig einföld leikjagerð getur nýst við að miðla staðbundna sögu og menningu ásamt því að vera tól til betri dreifingu ferðafólks. Leikurinn er myndskreyttur af henni Aldísi Önnu Þorsteinsdóttur.

Linkur til að sækja turfhunt appið er hér

Leitin að gulli ormsins

Leitin að gulli ormsins

Ævintýraleikur á Héraði Héraðið er í hættu vegna þess að gullhringur Lagarfljotsormsins er horfinn og skrímslið gæti brotið hlekki sína ef hann finnst
Leitin að týnda eldinum

Leitin að týnda eldinum

Ævintýra ratleikur í Fljótsdal Leitin að týnda eldinum er fjölskyldu ratleikur fyrir síma. Mælt er með 6+ ára vegna lengd leiksins. Dreki, sem er land
Laugavalladalur

Laugavalladalur

Laugavalladalur er gróðurvin skammt vestan Jökulsár á Dal, um 20 km. norðan Kárahnjúka. Þar er unnt að lauga sig heitri laug og skola svo af sér í nát