Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vefnaður með Ragnheiði Björk Þórsdóttur

30. júní - 4. júlí

Upplýsingar um verð

95.000 kr
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 30. júní - 4. júlí 2025
Tímasetning: 09:00 - 16:00
Námskeiðsgjald: 95.000kr
Sérfræðingur: Ragnheiður Björk Þórsdóttur (Ragga) textíllistamaður og vefnaðarsérfræðingur
 
Innifalið
Kennsla og fræðsluefni frá Ragnheiði Björk, afnot af vefstól og aðgangur að Baðstofu, vefjarefni innifalið í prufustykki samkvæmt verkefnum vinnustofunnar. Hádegisverður alla námskeiðsdagana ásamt kaffi og te.
Vefnaðarnámskeið með Ragnheiði Björk vefnaðarsérfræðingi á Baðstofu Hallormsstaðaskóla. Ragnheiður Björk mun kenna grundvallaratriði í bindifræði, uppsetningu á vef í vefstól og hvernig lesið er úr vefnaðar uppskriftum. Þátttakendur fá að taka þátt í öllu ferlinu við uppsetningu á vef í vefstól; að rekja slöngu, rifja í vefstól, þræða í haföld og skeið og binda upp í vefstól auk þess að vefa mismunandi verkefni m.a. íslenskan glitvefnað og vefnaðarmunstur frá stofnanda skólans Sigrúnu P. Blöndal. Farið verður yfir helstu vefnaðaraðferðir; einskeftu, vaðmál, ormeldúk og samsettar bindinga. Einnig verður farið í útreikninga fyrir vefnað og mismunandi grófleika á garni sem notað er í uppistöðu og ívaf.
 
Dvöl í Hallormsstaðaskóla
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Gisting getur verið styrkhæf - allar upplýsingar um kostnað er að finna í gjaldskrá skólans. Sendu okkur tölvupóst hskolinn@hskolinn.is eða hringdu í síma 4711761 til að bóka herbergi.

Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið um staðfestingu á þátttöku. Með því að gefa upp stéttarfélagið þitt hér að neðan veitir þú leyfi til að senda staðfestingu um þátttöku í vinnustofu til félagsins.

Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is
 

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími