Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sunnudagsganga: Tröllkonustígur

4. maí kl. 10:00-13:00
Sunnudagsganga: Tröllkonustígur 2 skór 4. maí
Fararstjórn: Jarþrúður Ólafsdóttir
Brottför kl. 10:00 frá skrifstofu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs Tjarnarási 8. Gönguleið á milli Skriðuklausturs og Végarðs í Fljótsdals. Göngubyrjun er við tjaldstæðið við Végarð við suðurenda Tröllkonustígs. Þjóðsagan segir að gatan í fjallinu sé tilkomin vegna ferðalaga tröllskessu forðum daga. Gengið er upp greinilegan berggang sem skásker hlíðina á Valþjófsstaðfjalli í suðri, upp fjallið í norður. Gengið er upp í um 300m hæð þaðan er stefnan tekin út gamla slóð á Lynghjalla sem er gróinn klettahjalli í áttina að Bessastaðaárgili. Þegar komið er út undir gilið er gengið að þremur vörðum á klettahjalla fyrir neðan og rafmagnsgirðingu fylgt niður að skógargirðingu ofan við Skriðuklaustur

GPS punktar

N64° 48' 37.620" W15° 15' 39.887"