Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Snjöll ferðaþjónusta - ný tækifæri með stafrænum lausnum og gervigreind

18. febrúar kl. 11:00-12:00
Verið velkomin á Menntamorgun Ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 18.febrúar frá 11:00-12:00 í boði Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofa landshlutanna!
Á viðburðinum sem verður í beinu streymi hér á Facebook, munu sérfræðingar í stafrænum lausnum og gervigreind deila þekkingu sinni á því hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta innleitt snjallari starfshætti með nýjustu tækni og þar með aukið samkeppnishæfni, arðsemi og færni starfsfólks.
Dagskrá:
" Býr þitt fyrirtæki yfir stafrænni færni?" Ólína Laxdal, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
" Eyðum meiri tíma í tæknina til að spara okkur tíma." Ástþór Þórhallsson, Deildarstjóri/Hótelsvið GODO
"Gervigreind og hugbúnaður sem hugsar" - Hvað er í gangi og af hverju skiptir það máli?" Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab
"Persónuleg, skilvirkari og snjallari þjónusta með gervigreind." Spurt og svarað með Nordic Visitor um innleiðingu "Ara" Sigfús Steingrímsson forstjóri Nordic Visitor og Hafdís Þóra Hafþórsdóttir vöruþróunarstjóri Nordic Visitor
Fundarstjóri er Ragnhildur Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands

https://fb.me/e/baPTsCjt3

Fleiri viðburðir