Fjögurra klukkustunda vinnustofa í tveimur hlutum sem er hönnuð fyrir einstaklinga sem vilja taka stjórn á eigin framtíð með skýrri framtíðarsýn og stefnu.
Markmið með merkingu (Fyrri hluti 29. mars)
Skilgreina persónuleg gildi og hlutverk í lífinu
Móta framtíðarsýn í samræmi við eigin áherslur og drauma
Setja skýr, mælanleg og raunhæf markmið byggð á framtíðarsýn



Leiðir að markmiðum (Seinni hluti, 5. apríl)
Þróa aðgerðaáætlun til að ná markmiðum
Innleiða árangursríkar venjur og sjálfsaga
Koma auga á hindranir, viðhalda áhuga og hvatningu



Viðburðurinn er fyrir alla sem vilja ná fram persónulegum eða faglegum markmiðum með skýrri stefnumörkun. Hvort sem þú ert að leita að breytingum í starfi, persónulegum framförum eða skýrum tilgangi í lífinu, þá mun þessi vinnustofa veita þér hagnýt verkfæri og stefnu.
Verð 15.000 kr en 20.000 kr fyrir báða hlutana saman. Skráning fer fram á https://www.setridvinnustofa.com/vidburdir
Leiðbeinandi:
María Ósk Kristmundsdóttir er sérfræðingur í stefnumótun og stjórnkerfum. Hún starfar sem þekkingarstjóri hjá Alcoa’s Centre of Operational Excellence. María er tölvunarfræðingur og hóf feril sinn sem forritari áður en hún hóf störf hjá Fjarðaáli. María var meðal fyrstu starfsmanna Alcoa á Íslandi og leiddi uppsetningu upplýsingakerfa verksmiðjunnar auk þess sem hún innleiddi samþætta verkefnastjórnun hjá fyrirtækinu. María gegndi starfi framkvæmdastjóra framleiðsluþróunar og upplýsingatækni um nokkurra ára skeið. María hefur meistaragráðu í verkefnastjórnun og hefur sérhæft sig í straumlínustjórnun og stefnumótun, ásamt því að halda fjölbreyttar vinnustofur. María hefur nýlega fengið vottun sem kerfislegur teymismarkþjálfi (e. systemic team coach) og notar hún fjölbreyttar aðferðir við leiðsögn og fræðslu.
María Ósk Kristmundsdóttir er sérfræðingur í stefnumótun og stjórnkerfum. Hún starfar sem þekkingarstjóri hjá Alcoa’s Centre of Operational Excellence. María er tölvunarfræðingur og hóf feril sinn sem forritari áður en hún hóf störf hjá Fjarðaáli. María var meðal fyrstu starfsmanna Alcoa á Íslandi og leiddi uppsetningu upplýsingakerfa verksmiðjunnar auk þess sem hún innleiddi samþætta verkefnastjórnun hjá fyrirtækinu. María gegndi starfi framkvæmdastjóra framleiðsluþróunar og upplýsingatækni um nokkurra ára skeið. María hefur meistaragráðu í verkefnastjórnun og hefur sérhæft sig í straumlínustjórnun og stefnumótun, ásamt því að halda fjölbreyttar vinnustofur. María hefur nýlega fengið vottun sem kerfislegur teymismarkþjálfi (e. systemic team coach) og notar hún fjölbreyttar aðferðir við leiðsögn og fræðslu.