


Nú þegar hefur verið opnað fyrir bókanir í viðtöl þennan dag, fimmtudaginn 27. febrúar, viðtöl fara fram í húsnæði Píeta, Búðareyri 2 á Reyðarfirði. Til að bóka viðtal hringir þú í hjálparsíma Píeta í síma 552-2218 milli kl. 9 og 16 alla virka daga. Fagfólk frá Píeta mun vera á Reyðarfirði einu sinni í mánuði til að byrja með.
Látið orðið berast.
Við minnum á að hjálparsími Píeta er ávallt opinn, allan sólahringinn, alla daga ársins ef þú þarft á hjálp að halda. Einnig eru fjarviðtöl í boði í gegnum síma eða netið. Það er alltaf von og það er hjálp að fá.
Píeta veitir meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls.
Meðferðaraðilar Píeta eru allir með viðurkennt starfsleyfi landlæknis á sviði geðheilbrigðis; sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi og læknir.