Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Konudagserindi á Skriðuklaustri - Svartfugl og Sjöundármál

23. febrúar kl. 13:30-16:00
Steinunn Kristjánsdóttir gaf á síðasta ári út bókina Dauðadómurinn. Þar með bættist við enn ein bókin um Sjöundármál. Alltaf virðist hægt að finna ný sjónarhorn á hið 200 ára gamla morðmál þegar Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir voru dæmd til dauða fyrir að myrða maka sína. Svo dæmi sé tekið uppgötvaði Gunnar Gunnarsson skáld nýjan vinkil á sakamálið þegar hann skrifaði bók sína Svartfugl en hann kaus að hafa ekki mörg orð um það nema í minnispunktum sem hann skráði hjá sér árið 1927. Steinunn mun í erindinu sínu farið yfir þessa uppgötvun Gunnars og annað markvert sem kom í ljós þegar hún skoðaði Sjöundármál út frá sjónarhorni sakborningsins sjálfs, Bjarna Bjarnasonar. Í tilefni konudagsins mun nafna hennar fá sinn hlut í frásögninni.
Erindið hefst klukkan 13:30 - frítt inn og öll velkomin.
Klausturkaffi er opið á Konudaginn og býður upp á hádegishlaðborð frá 12 til 14 og kaffihlaðborð frá 15-17.
---
Renowned archaeologist Steinunn Kristjánsdóttir will discuss the infamous murders at Sjöundá, the tragic events that inspired Gunnar Gunnarsson’s novel The Black Cliffs. She recently published the book Dauðadómurinn, where she delves deeper into this chilling story.
The talk will be in Icelandic and begins at 1:30 PM.
☕ Klausturkaffi will be open throughout the day, offering:
🍽 Lunch buffet from 12:00 to 2:00 PM
🍰 Cake buffet from 3:00 to 5:00 PM

GPS punktar

N65° 2' 27.342" W14° 57' 9.731"

Fleiri viðburðir