Hönnunarsmiðja fyrir unglinga þar sem við munum skapa jólaupplifun. Smiðjan snýst um hugmyndavinnu og að búa til jólaheim hvort sem það verður td. hús jólasveinsins eða eitthvað utandyra. Smiðjan fer fram í Lækjarkoti á Breiðdalsvík, litlum sætum kofa við ánna. Við ætlum að hafa kósý stemningu meðan við töfrum fram eitthvað skemmtilegt saman.
Smiðjan fer fram 29. Nóv.- 1. Des kl. 13 -16. Nauðsynlegt að koma vel klædd. Smiðjan er gerð í samstarfi við Menningarstofu Fjarðabyggðar og er aðgangur ókeypis.