Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Haustfögnuður ferðaþjónustunnar

28. nóvember kl. 10:00

Upplýsingar um verð

https://forms.gle/MGSB19GTUeyKSrWL6
Opnað hefur verið fyrir skráningu á haustfögnuð ferðaþjónustunnar, sem fer fram í Neskaupstað fimmtudaginn 28. nóvember n.k.
Við byrjum daginn á skoðunarferð um svæðið frá 10:00-12:00, staðsetning auglýst síðar.
 
Í kjölfarið stendur okkur til boða að snæða hádegisverð í Beituskúrnum þar sem boðið verður upp á ungverska gúllassúpu og salatbar á 2.990kr.- á mann.
Haustfundurinn og vinnustofan hefst svo kl. 13:00 og stendur til 17:00. Farið verður yfir starfsemi markaðsstofu Austurlands, við fáum kynningu á metnaðarfullu starfi Matarauðs Austurlands, Ferðamálastofa heilsar upp á okkur og Ragnhildur Ágústsdóttir, betur þekkt sem Lady Lava hjá Lavashow ætlar að veita okkur innblástur og segja okkur frá vegferð sinni í ferðaþjónustu.
Þátttaka í haustfundinum og vinnustofunni er samstarfsaðilum Austurbrúar að kostnaðarlausu en aðrir greiða 3.000kr.- fyrir þátttöku. Innifalið er kaffi og léttar veitingar á meðan fundinum stendur.
 
Að fundi loknum ætlum við að blása til veislu í Beituskúrnum, fá okkur gott að borða og skemmta okkur saman fram á kvöld og hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar verða afhent. Boðið verður upp á þriggja rétta matseðil að hætti hússins á 9.990kr.- á mann.

Ferðaþjónustuaðilum á Austurlandi stendur til boða að bóka gistingu á Hótel Hildibrand á góðu verði. Verð má finna í skráningarforminu.
 
Hlökkum til að sjá sem flest!
 
Tilnefningar til hvatningarverðlauna ferðaþjónustunnar:
https://forms.gle/CoscYVwTWmyf6ELn6

Fleiri viðburðir