Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjallaskíða og splitboard ferð - Seyðisfjörður

6.- 8. mars

Upplýsingar um verð

105.000 kr.-

Um er að ræða skemmtilega 3ja daga ferð undir leiðsögn Skúla Júlíussonar og Óskars Wild þar sem farið verður á hæsta tind Seyðisfjarðar, Sandhólatind á fyrsta degi. Um kvöldið gerum við vel við okkur í mat og drykk á Öldunni og ræðum möguleika fyrir dag tvö. Stefnan er sett á Bjólf en endanlegt val fer eftir aðstæðum. Á degi þrjú verður ekið með hópinn upp á Fjarðarheiði þaðan sem við skinnum og rennum okkur áleiðis til Eskifjarðar. 

Dagskrá

Miðvikudagur 6. mars

  • Flug 07:30 frá Reykjavík eða rúta frá Eskifirði á sama tíma.
  • 08:50 Rúta frá Egilsstaðaflugvelli og til Seyðisfjarðar.
  • 9:35 Komið á Hótel Öldu og komið sér fyrir þar. Græja sig í fjallið.
  • Stefnan sett á Sandhólatind í Seyðisfirði.
  • Kvöldmatur og kvöldvaka.
  • Gist á Hótel Öldunni á Seyðisfirði.

 

Fimmtudagur 7.Mars

  • 7:00 Morgunmatur og nestið græjað fyrir daginn.
  • 7:45 Skíðað í Seyðisfirði. Fjall valið eftir aðstæðum og veðri en stefnan tekinn upp á Bjólfinn.
  • Kvöldmatur og kvöldvaka.
  • Gisting á Hótel Öldunni á Seyðisfirði.

Útsýnið af toppi Bjólfs

Föstudagur 8. Mars

  • 7:00 morgunmatur og nesti græjað fyrir daginn. Gengið frá farangri á Eskifjörð.
  • 7:45 Rúta sem tekur allan hópinn frá Seyðisfirði og upp á Fjarðarheiði
  • Gengið frá Fjarðarheiði um Gagnheiði, Mjóafjarðarheiði og Fönn til Eskifjarðar.
  • Rúta sækir fólkið inn í Eskifjarðardal og skutlar á Mjóeyri þar sem ferðin endar.
  • Flutningur á farangri frá Seyðisfirði til Eskifjarðar.

Leiðsögumenn: Skúli Júlíusson og Óskar Wild Ingólfsson

Verð: 105.000 kr. á mann.
Innifalið í verði eru rútuferðir, leiðsögn alla dagana. Gisting á Hótel Öldunni, morgunmatur og nesti fimmtudag og föstudag. Kvöldmatur miðvikudag og fimmtudag.

Athugið að taka þarf með sér skíða/bretta brodda og snjóflóðarbúnað. (skóflu, ýli og sjóflóða stöng).

Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.

GPS punktar

N65° 15' 35.451" W14° 0' 17.643"

Staðsetning

Seydisfjordur, Múlaþing, Eastern Region, 710, Iceland

Sími