Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bókmenntir minnihlutahópa á Norðurlöndum - Demos Culture project

6. mars kl. 15:00-17:00
Maó Alheimsdóttir er fædd árið 1983 í Póllandi þar sem hún ólst upp.
Hún stundaði nám í norrænum fræðum við Sorbonne-háskóla í París en lauk síðan BA prófi í íslensku sem annað mál með almenna bókmenntafræði sem aukagrein við Háskóla Íslands. Maó er fyrsti nemandinn af erlendu bergi brotinn til að útskrifast með MA úr ritlist við Háskóla Íslands.
Handrit hennar að skáldsögunni Veðurfregnir og jarðarfarir hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021.
Maó vinnur líka að ljóðagerð, gerir gjörninga og innsetningar. Árið 2021 gerði hún útvarpsþættina „Að fjallabaki“ í samstarfi við Ríkisútvarpið og það sama ár birtist pistill hennar „Mín litla Mongólía“ í Tímariti Máls og menningar. Þá gaf hún út ljóðabók sína Ljóðatal sem hluta af gjörningi á viðburði Reykjavík Poetics árið 2023.
 
 
Maó Alheimsdóttir mun ræða við okkur meðal annars um ritverk sín og áskorunina sem það er að skrifa á nýju tungumáli. Hún mun einnig lesa brot úr verkum sínu

GPS punktar

N65° 15' 54.028" W14° 1' 2.402"