Það er erfitt að finna orð til að lýsa tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði. Þorpið er eins og athvarf frá ys og þys hversdagsins og tónlistarhátíðin sjálf er algerlega sér á báti. Andinn í gömlu síldarbræðslunni er eintakur og hátíðin dregur fram það besta í gestum og tónlistarmönnunum sem standa á sviðinu. Það er líka full ástæða til að mæta tímanlega á Bræðsluna en í "Bræðsluvikunni" svokölluðu þ.e. síðustu dagana fyrir hátíðina eru tónleikar í félagsheimilinu Fjarðaborg þar sem stemmningin er engu lík.