Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vinsælir áfangastaðir

Klifbrekkufossar
Klifbrekkufossar er stórfengleg fossasyrpa innst inn í botni Mjóafjarðar. Þar falla margir litlir fossar í röð sem mynda fallega og myndræna heild. Fossarnir blasa við hægra megin við þjóðveginn þegar ekið er niður af Mjóafjarðarheiðinni.
Mjóeyri
Mjóeyri er einstaklega fallegur staður utan við þorpið í Eskifirði. Þar eru viti og fjara þar sem skemmtilegt er að leika sér. Mjóeyri var síðasti aftökustaðurinn á Austurlandi og þar er að finna upplýsingaskilti á dys síðasta mannsins sem tekinn var af lífi á staðnum. Á Mjóeyri er í dag rekin blómleg ferðaþjónusta þar sem meðal annars er hægt að fá leiðsögn um svæðið.  
Flögufoss
Flögufoss er glæsilegur foss í Breiðdal. Fossinn er nokkuð hár, um 60 metrar, og er staðsettur í einstaklega fallegu og jarðfræðilega merkilegu umhverfi en Breiðdalurinn er hluti af hinni fornu megineldstöð Austurlands. Rétt fyrir ofan Flögufoss er annar lítill foss sem fellur niður á stall en þaðan rennur fossinn undir lítinn steinboga. Athyglivert er að þó áin hafi verið til staðar í þúsundir ára þá breytti hún leið sinni til þess að fossinn rynni undir steinbogann ekki fyrr en um aldamótin. Þetta gerði fossinn enn glæsilegri en hann þegar var.  Þægileg gönguleið liggur frá þjóðveginum að fossinum. 
Búðarárgil og Búðarárfoss
Falleg gönguleið frá miðbæ Reyðarfjarðar. Búarárfoss er að finna ofan við Reyðarfjörð. Fossinn er vatnsmikill og fellur niður Búðarkletta, áin rennur niður með miðju þéttbýli Reyðarfjarðar. Skemmtilegur göngustígur upp Búðarárgil, frá miðbænum upp með Búðaránni. Leiðin liggur m.a. framhjá Íslenska stríðsárasafninu. Búðarklettarnir eru mjög tignarlegir þar sem staðið er undir þeim, þar hafa bjargdúfur (Colombia livia) sinn dvalarstað, jafnframt er þar hrafnslaupur (Corvus corax) og niður í urðinni er talsvert af steindepli (Oenanathe oenanthe), músarindli (Troglodyted troglodytes) og snjótittlingi (Plectrophenaxnivalis). Skömmu síðar er komið að Búðarárfossi og fyrir ofan hann er stífla Rafveitu Reyðarfjarðar. Rafveitan var stofnuð með sameiginlegu átaki bæjarbúa árið 1930. Enn ofar er svo Svínadalur.
Gerpir
Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m. hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt, sé að finna í Gerpi. Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Hefur Ferðafélag Fjarðamanna gefið út göngukort af svæðinu er fæst í upplýsingamiðstöðvum og verslunum víða í Fjarðabyggð Ástæða er til að mæla með heimsókn á Gerpissvæðið við alla sem hafa áhuga á útivist.     Powered by Wikiloc
Saxa
Saxa er “sjávarhver” við ströndina skamm utan við Lönd. Saxa er sérstakt náttúrufyrirbæri þar sem úthafsaldan gengur inn í klettaskoru og spýtist síðan hátt í loft upp með tilkomumiklum brimgosum. Nafnið dregur Saxa af því að að inni í henni saxast þönglar og þari í smátt og þeytast upp með brimgosunum. 
Höskuldsstaðir
Að Höskuldsstöðum innarlega í Suðurdal Breiðdals, var póstafgreiðsla allt til 1947 og því höfðu landpóstarnir þar viðkomu á ferð sinni yfir Berufjarðaskarð. Höskuldsstaðir eru einnig fæðingastaður og æskuslóðir fræðimannsins dr. Stefáns Einarssonar fv. prófessors við John Hopkins háskóla í Baltimore. Í heimagrafreitnum að Höskuldsstöðum er dufteski dr. Stefáns varðveitt, ásamt dufteski fyrri konu hans Margarete Schwarzenburg.
Beljandi
Í Breiðdalsá, skammt fyrir utan bæinn Brekkuborg við Breiðdalsvík, er fossinn Beljandi. Raunar eru fossarnir tveir; ytri og innri, og samnefndir hylir þar við. Fossarnir eru ekki sérstaklega háir en þeir eru mjög fallegir og vel þess virði að skoða. Stutt gönguleið er frá þjóðveginum um Breiðdalsvík að fossunum. Svæðið er einstaklega fallegt og skemmtilegt til útivistar.
Aldamótaskógur við Tinnu
Í tilefni aldamóta árið 2000 og 70 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings var stofnað til svokallaðra Aldamótaskóga á fimm svæðum á landinu, einu í hverjum landshluta. Aldamótaárið 2000 gróðursettu sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga liðlega 280 þúsundir skógarplantna, eina fyrir hvern Íslending, en Kaupþing lagði til plöntur og áburð. Plöntur Austurlands voru setta niður í landi Eydala Sumarið 2000 var gróðursettur í landi Eydala við Landnyrðingsskjólbakka. Nokkrum áratugun áður, eða á sjötta áratug 20. aldar, var talsvert gróðursett í þessum sama reit upp við Tinnudalsá og því varð þar til skemmtilegt útivistarsvæði. Falleg merkt gönguleið liggur í gegnum skóginn meðfram Tinnu, út á þjóðveg 1. Við Staðarborg hefur Skógræktarfélag Breiðdæla einnig gróðursett mikið síðustu ár og er þar einnig að verða til útivistarsvæði.
Heydalir (Eydalir )
Kirkja hefur verið að Heydölum frá fyrstu tíð kristni. Prestsetrið hefur löngum verið með betri brauðum á Íslandi og þar hafa setið margir vel metnir prestar. Frægastur þeirra er sálmaskáldið sr. Einar Sigurðsson (1538-1626) sem kunnastur er fyrir jólasálminn Kvæði af stallinum Kristí sem kallast Vöggukvæði, en er nútímamönnum tamast sem Nóttin var sú ágæt ein. Minnisvarði um sr. Einar stendur á grunni gömlu kirkjunnar í kirkjugarðinum að Heydölum. Kirkjan sem nú stendur í Heydölum var vígð 13. júlí árið 1975 og var gamla kirkjan afhelguð sama dag. Gamla kirkjan var smíðuð 1856 en hún brann til kaldra kola 17. júní 1982.   Nafnið á staðnum er eitthvað á reiki, sumir tala um Heydali og Heydala er getið bæði í Landnámu og Njálu. Aðrir talra um Eydali, sérstaklega eldra heimafólk í Breiðdal, auk þess sem sr. Einar Sigurðsson er gjarnan kenndur við Eydali. Staðurinn er jöfnum höndum nefndur Heydalir og Eydalir í gjörðabók Heydalasóknar sem hefur verið í notkun frá 1909 en í dag er opinbert nafn staðarins Heydalir. 
Kambanes
Milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar liggja þrennar brattar skriður ofan úr fjallinu Súlum. Þjóðvegur var lagður um þær 1962. Þær nefnast (frá Breiðdal austur um) Færivallaskriður, Hvalnesskriður og Kambaskriður. Kambanes er tilvalið til útivistar, enda er landslag þar mjög fagurt og tignarleg sýn til Súlna.
Breiðdalseldstöð
Breiðdalseldisstöð er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, vettvangur ítarlegra rannsókna enska jarðfræðingsins Georges D.L. Walker, ásamt öðrum slíkum á Austurlandi. Þessi eldstöð er prýdd stórum ríólít-innskotum með tignarlegum og sérstæðum tindum, Flögutindi í Breiðdal, Smátindum, Röndólfi, Slötti og Stöng. Suðurhlíðar Breiðdals eru sérstaklega litskrúðugar og berglögin óregluleg, sett miklum gjóskumyndunum. Eldstöðin er talin ná milli Fossárfjalls sunnan Berufjarðar norður í Bæjartind uppi af Þorgrímsstöðum í Breiðdal. Vesturhlíðar hennar fylgja Ófærunöfnum til vesturs en austurhlíðin er mjög eydd, en spannar þó örugglega austur fyrir Kerlingartind suður af Fagradal í Breiðdal. Suðurhluti Breiðdals, nálægt eldstöðinni miðri, er niðurgrafinn og funhitinn ummyndaði bergið svo mjög að blágrýtið og andestítið urðu ljósgræn. Er því erfitt að greina þessar bergtegundir frá ríólítinu. Þessi ummyndun er einna skýrust við Innri-Ljósá og Blágil. Tindaröðin, sem talin er hér að framan myndaðist síðar, þegar ríólítið tróð sé upp á yfirborðið gegnum blágrýtislögin og mynduðu gúla ofan á þykkum gjóskulögum á gígbörmunum. Leifar þeirra koma fram í ríólíthömrum víða á svæðinu. Breiðdalseldstöðin er talin yngri en Álftafjarðar- og Reyðarfjarðareldstöðvarnar og gjóskulag ofan á Reyðarfjarðarlögunum hefur verið rakið. Það mun hafa komið frá Röndólfi, þekur u.þ.b. 430 m2 og er 6 m. þykkt. Þetta lag er kennt við fjallið Skessu suður af Reyðarfjarðarbotni. Jarfræðisafn tileingað George D.L. Walker má finna í Breiðdalssetri. 
Jórvíkurskógur
Jórvíkurskógur er skógræktarsvæði eins og þau gerast best.  Kjarr og ræktaður skógur, gamalt hús í lundi en lækjarsprænur liðast niður hlíðina. Fuglalíf er með líflegasta móti, þægilegir göngustígar og notaleg aðstaða fyrir fjölskyldufólk.
Meleyri
Meleyri er falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf. Heimamenn nýta svæðið mikið til útivistar, sérstaklega á veturna þar sem snjó festir ekki á sandinum. 
Streitishvarf
Á Streitishvarfi er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er stutt en falleg gönguleið sem gefur innsýn í jarðsögu Austfjarða og sýnir mjög vel berggangana sem eru einkennandi fyrir svæðið. Þó gönguleiðin sé stutt er vel hægt að stoppa í nokkra klukkutíma, leika sér og njóta náttúrunnar sem svæðið hefur upp á að bjóða. Fyrst var reistur viti á Streitishorni árið 1922 er þar var settur upp járngrindarviti sem smíðaður hafði verið á járnsmíðaverkstæði ríkisins í Reykjavík. Þessi viti var starfræktur fram til ársins 1958 en var þá fjarlægður þar sem byggður hafði verið viti á Hlöðu, skeri í sunnanverðu mynni Breiðdalsvíkur. Hlöðuvitinn féll um koll í miklu óveðri og sjógangi í janúar 1984 og var núverandi Streitisviti byggður í staðinn það ár.
Streitisviti
Fyrst var reistur viti á Streitishorni árið 1922 er þar var settur upp járngrindarviti sem smíðaður hafði verið á járnsmíðaverkstæði ríkisins í Reykjavík. Þessi viti var starfræktur fram til ársins 1958 en var þá fjarlægður þar sem byggður hafði verið viti á Hlöðu, skeri í sunnanverðu mynni Breiðdalsvíkur. Hlöðuvitinn féll um koll í miklu óveðri og sjógangi í janúar 1984 og var núverandi Streitisviti byggður í staðinn það ár. Á Streitishvarfi er skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Þar er stutt en falleg gönguleið sem gefur innsýn í jarðsögu Austfjarða og sýnir mjög vel berggangana sem eru einkennandi fyrir svæðið. Þó gönguleiðin sé stutt er vel hægt stoppa í nokkra klukkutíma, leika sér og njóta náttúrunnar sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Steinboginn í Jafnadal
Einstaklega heillegur og fagur steinbogi Í hlíðum Álftafells er einstæður steinbogi sem gaman er að skoða. Boginn er afar heillegur og þykir með þeim flottari á landinu. Álftafell gengur upp af Jafnadal, sem gengur inn af Stöðvarfirði. Á leðinni er klettaþyrpingin Einbúi, sem samanstendur af stóru sérstæðu bjargi. 
Einbúi í Jafnadal
Jafnadalur gengur inn úr Stöðvafirði að norðan. Um dalinn liggur gönguleið yfir Stöðvarskarð. Innst í Jafnadal er að finna klettaborgina Einbúa, sem samanstendur af nokkrum sérstæðum stórum steinum sem teygja sig stakir upp úr  flatendinu umhverfis. Í Jafnadal er einnig að finna allstóran steinboga, er gnæfir austan í Álftafelli og er um 6m. að ummáli. Svæðið er áhugavert og fallið til lengri og skemmri gönguferða.   Powered by Wikiloc
Stórakerald og Tyrkjaurð
Söguminjar á Stöðvarfirði Framan í fjallinu Steðja, sem er fyrir ofan þorpið, er stor geil inn í fjallið sem heitir Stórakerald. Þangað er sagt að Stöðfirðingar hafi flúið undan Tyrkjum og rutt síðan yfir þá grjóti þegar þeir sóttu að þeim. Urðin framan við Stórakeraldið heitir því Tyrkjaurð.
Franski grafreiturinn
Rétt utan við þéttbýlið í Fáskrúðsfirði er minnisvarði með nöfnum 49 franskra og belgískra sjómanna sem létu lífið á Íslandsmiðum. Árið 2009 komu fulltrúar frá félagi sjómanna í Gravelines á bæjarhátíðina Franska daga og afhentu nýja krossa á leiði frönsku sjómannana.  Gravelines er gamall sjávarútvegsbær á norðurströnd Frakklands og vinabær Fáskrúðsfjarðar. Á bæjarhátíðinni Frönskum dögum eru lagðir tveir blómsveigar við minnismerki franska grafreitarins í minningu þeirra íslensku og frönsku sjómanna sem látist hafa til sjós.
Hafnarnesviti
Vitinn á Hafnarnesi lætur ekki mikið yfir sér en gönguferð þangað er vel þess virði að fara. Á Hafnarnesi eru heilmiklar minjar um byggð sem lagðist að mestu af á ofan verðri 20. öld en fór alveg í eyði um 1970. Flestir urðu íbúarnir um 100 talsins. Árið 1939 var Franski spítalinn fluttur út á Hafnarnes og stóð þar um 70 ára skeið. Vegleg byggingin myndar nú kjarnann í frönsku húsaþyrpingunni á Fáskrúðsfirði.
Kolfreyjustaður
Kolfreyjustaður er fornt prestsetur og kirkjustaður á Fáskrúðsfirði. Kirkjan sem nú stendur á Kolfreyjustað er frá árinu 1878 og hefur að geyma merka og forna kirkjumuni. Skáldbræðurnir Jón og Páll Ólafssynir ólust upp á Kolfreyjustað. Nafnið er dregið af tröllskessunni Kolfreyju.
Sandfell
Sandfell (743 m) er fallegt líparítfjall sunnan Fáskrúðsfjarðar og er það dæmigerður bergeitil. Í suðurhlíðum fjallsins má sjá hvernig bergeitillinn hefur lyft upp basaltþekju. Bergeitillinn er talinn vera 600 m þykkur og eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar. Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið. Powered by Wikiloc
Skrúður
Úti fyrir mynni Fáskrúðsfjarðar er grasi gróna klettaeyjan Skrúður. Skrúðurinn gnæfir tignarlega úr sjó eins og nafnið vitnar um og er ekki á færi loftfælinna að klífa hana. Í eynni er Skrúðshellir, hár til lofts og víður til veggja, talinn stærstur hella á Austurlandi. Í hellinum höfðust vermenn við fyrrum þegar róðrar voru stundaðir frá eynni. Einnig höfðu bændur þar beitiland.  Vel þekktar eru sagnirnar af bóndanum í Skrúðnum, en hann var einn þriggja bræðra. Hinir risarnir höfðust við í Skrúðskambi við Streitishvarf og í Papey. En þeir bræður sáu hver til annars og gátu kallast á. Mikið fuglalíf er í eyjunni og var eggja- og fuglatekja stunduð á árum áður. Eyjan sést einnig frá Reyðarfirði. Við Fáskrúðsfjörð eru ennfremur eyjarnar Æðasker og Andey.    
Vattarnes
Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin.
Vattarnesviti
Á Vattarnesi stendur Vattarnesviti en það hefur verið viti á Vattarnesi frá árinu 1912. Appelsínuguli vitinn sem þar stendur í dag var byggður árið 1957. Þægilegar göngueiðir liggja um nesið svo það hentar einstaklega vel til útivistar.   Vattarnes skagar út í mynni Reyðarfjarðar, sunnan megin og á þvi stendur Vattarnesviti. Fyrir tíma Fáskrúðsfjarðarganga lá leiðin á milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar um Vattarnes en leiðin þykir einstaklega falleg. Á góðum degi er það vel þess virði að velja lengri leiðina fram yfir göngin. 
Gilsárfoss
Skemmtileg gönguleið liggur frá Vattarnesvegi, austanmegin við þéttbýlið á Fáskrúðsfirði upp með Gilsá. Fjölmargir fallegir fossar eru á leiðinni og ganga má á bak við einn þeirra. Sá foss nefnist Gilsárfoss.  Um 15 mínútur tekur að ganga að fossinum frá veginum. Powered by Wikiloc
Barkurinn
Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða, um 30 km langur og tæpir 6 km að breidd. Frá fjarðarmynni liggur fjörðurinn í NV en sveigir svo til vesturs þegar innar dregur og lokar þannig innsta hluta sinn frá úthafinu. Víða er aðdjúpt við fjörðinn en það gerir hafnaraðstæður einkar góðuar. Svæðið sem Barkurinn er á nefnist Bakkagerðiseyri. Þar risu lengi framan af fyrstu húsin sem síðar mynduðu þorpið Búaðreyri, eins og þéttbýlið við Reyðarfjörð var nefnt. Við upphaf þessarar þéttbýlismyndunar undir lok 19. aldar settur hér að norsku bræðurnir Ottó og Friðrik Wathne og stofnuðu verslun og útgerð. Barkurinn Árið 1884 létu Wathne-bræðurnir sökkva hluta af bark-skipi á Bakkagerðiseyri. Ofan á han nvar síðan reist bryggja sem hefur frá þeim tíma verið nefnd Barkurinn. Í framhaldi reistu Wathne-bræðurnir pakkhús, söltunarhús og síðar verslunar- og íbúðarhus á Eyrinni. Engin merki sjást um þetta í dag nema gamla bryggjan, sem nú hefur verið talsvert endurnýjuð. Barkskipið má sjá undir bryggjunni þegar sjór er lygn og fjara. Fyrirtæki Wathne-bræðranna hafði starfsemi sína á Bakkagerðiseyri framundir 1905. Með tilkomu Fagradalsvegar árið 1907 varð Barkurinn síðan ein aðal inn- og útflutningshöfn Fljótsdalshéraðs og Reyðarfjarðar. Kaupfélag Héraðsbúa var lengi með mikil umsvif á Reyðarfirði og með rekstur á Bakkagerðis-eyri um árabil. Á hernámsárunum var mikið um að vera á Reyðarfirði. Setuliðið endurbyggði þá Barkann og reyndi um leið að fjarlægja botninn af Barkanum með því að sprengja hann í burtu, en það tókst ekki og hin endurbyggða bryggja hélt áfram sínu nafni. Hvað er Barkskip? Barkskip, eða barkar voru stór seglskip sem voru um langan tíma notuðtil þess að flytja vörur til og frá landinu. Gömul og lúin skip af þessu tagi þóttu víða um landið ákjósanleg undirstaða fyrir hafnargerð. Skipunum var sökkt og ofan á þau voru byggðar bryggjur til þess að þjóna útgerðinni og öðrum skipakomum. Endurbygging Barkans Hafnarsjóður Fjarðabyggðar endurbyggði Barkinn árið 2010. Ný bryggja var byggð ofan á barkskipið en áfram er hægt að sjá gamla skipið mara í kafi undir nýju bryggjunni. Hin nýja bryggja þj´ðonar því hlutverki að vera íbúum og gestum til yndisauka, þannig ða þeir geti veitt, upplifað söguna eða notið útsýnis.
Búðará
Búðará rennur þvert í gegnum byggðina á Reyðarfirði. Í miðbæ Reyðarfjarðar er að finna upphaf fallegrar gönguleiðar sem að liggur meðfram ánni í gegnum skógi vöxnum árbökkunum. Þegar komið er að Stríðsárasafninu er hægt að velja hvort gengið er eftir skógi vöxnum hálsinum austur af Stríðsárasafninu eða upp að Búðarárfossi.
Grænafell
Skjólsælt og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við þéttbýlið Reyðarfjörð. Auðfær, stikuð gönguleið liggur upp á fellið frá Fagradal. Á Grænafelli er lítið stöðuvatn. Síðan er unnt að fylgja stórfenglegri gönguleið meðfram undurfögru gili Geithúsaár. Stórir steinar í kjarrinu minna á álfaborgir en eru í raun framburður snjóflóða og skriða úr fjallinu.  Áratugum saman var hefð að unglingar gróðusettu hver sitt tré í Grænafellinu og eru stór grenitré dæmi um það. Í Grænafelli var löngum samkomustaður Reyðfirðinga og háðu þeir íþróttamót sín þar.  Nú er þetta vinsælasta göngusvæði þorpsbúa.
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru.  Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni.  Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar.  Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin. Powered by Wikiloc
Geithúsaárgil
Geithúsarárgil er gil sem liggur niður frá mynni Sléttudals undir rótum Grænafells innst í Reyðarfirði. Áin sem rennurniður gilið heitir Geithúsaá er sameinast Norðurá þegar hún kemur niður í fjörðinn. Gilið er stórfenglegt og stórbrotið með þverhníptum hamraveggjum til sitt hvorra handa og hefur mótast af Geithúsaánni í gegnum aldirnar. Áin hefur þannig mótað gilið og er enn að, en gil eru sögð einkenni „ungra vatnsfalla“.  
Helgustaðanáma gönguleið
Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni.  Helgustaðanáma er gömul silfurbergsnáma í landi Helgustaða í Eskifirði sem var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Helgustaðanáma er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi en þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. Silfurberg er kennt við Ísland á fjölörgum tungumálum, til dæmis er enska heitið Iceland spar. Mest af því silfurbergi sem er að finna á söfnum víða um heim kemur úr Helgustaðanámu en einhver stærstu og tærustu eintök silfurbergs í heiminum hafa fundist í námunni. Silfurberg er sérlega tærir kristallar af steindinni kalsít en bergið gegndi veigamiklu hlutverki í þróun margvíslegra rannsókna á eiginleikum ljóss. Í dag er silfurbergið friðlýst og stranglega bannað er að nema það brott. 
Hólmatindur gönguleið
Hólmatindur, 985 metra hár, er stolt Eskfirðinga en glæsilegur tindurinn stendur austan megin í firðinum, gengt þorpinu. Krefjandi gönguleið liggur á fjallið en á toppnum geta göngugarpar kvittað í gestabók.  Hólmatindur er eitt af „Fjöllunum fimm í Fjarðabyggð “ en það er verkefni sem skólabörn fundu upp en Ferðafélag Fjarðamanna hrinti í framkvæmd.    Powered by Wikiloc
Oddsskarð
Það var ekki fyrr en árið 1949 að Norðfjörður komst fyrst í vegasamband við nágrannabyggðirnar. Leiðin lá um Oddsskarð, einn hæsta fjallveg á landinu, sem jafnan var erfiður yfirferðar vegna snjóþyngsla. Var því hafist handa við gerð jarðganga undir Oddsskarð á árunum 1974-1977. Göngin eru 626 m löng í 632 m h.y.s.  Við Oddsskarð er miðstöð vetraríþrótta. Þar er frábært skíðasvæði og skemmtilegar gönguleiðir. Þar hafa verið haldnar Týrólahátíðar um páska síðustu ár. Margháttuð fjölskylduskemmtun er í boði á skíðasvæðinu.
Vöðlavík gönguleiðir
Vöðlavík, sem stundum er kölluð Vaðlavík, er eyðivík sunnan Gerpis en þar voru áður nokkrir sveitabæir. Vegarslóði liggur til Vöðlavíkur, sem er einungis opinn á sumrin og er þá fær er fjórhjóladrifnum bílum.  Tvær stikaðar gönguleiðir liggja til Vöðlavíkur frá Eskifirði /Reyðarfirði, annars vegar yfir Karlsskálastað og hins vegar fyrir krossanes. Frá Vöðlavík liggur gönguleið yfir í Sandvík. Það er um fimm klukkustunda ganga um Gerpisskarð, sem fer hæst í um 700 m.y.s.  Úr víkinni og heiðinni, Vöðlavíkurheiði, eru tveir fjallstindar einna mest áberandi: Snæfugl og Hestshaus. Hörmuleg sjóslys hafa orðið við Vöðlavík á liðnum árum. Til dæmis strandaði skipið Bergvík SU í Vöðlavík í desember 1993. Mörgum er enn í minni að við tilraun til þess að ná skipinu á flot strandaði björgunarskipið Goðinn í víkinni þann 10. janúar 1994. Einn fórst við strandið en þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði öðrum skipverjum. Um þessa atburði er fjallað í heimildarmyndinni Háski í Vöðlvík.
Völvuleiði
Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.  Sagnir segja að svo lengi sem enn sé steini bætt í leiðið og því við haldið muni ekkert illt henda firðina.  Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarðaströndum gerði völvan sér lítið fyrir og huldi fjörðinn slíkri þoku að ræningjarnir sáu sitt óvænna og snéru við.  Er völvuþokunni léttir er þó frábært útsýni út Reyðarfjörðinn.
Bleiksárfoss
Bleiksá og fossar hennar er það fyrsta sem fangar augað þegar beygt er af þjóðveginum inn til Eskifjarðar. Hæsti fossinn í fossaröð Bleiksár er nefndur Bleiksárfoss. Búið er að beina ljóskösturum upp að Bleiksárfossi og er það oft mikið sjónarspil að sjá hann á myrkrum vetrarkvöldum, hvort sem hann rennur niður hlíðina eða er í klakaböndum. Bleiksáin getur verið mjög mikil um sig í haust- og vorrigningum. Slíkar aðstæður gera Bleiksána og fossa hennar ekki síður áhugaverða.
Hólmanes
Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar var friðlýst sem fólkvangur og að hluta til sem friðland árið 1973. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Hólmanes er kjörið til útivistar, hvort sem er í klettum eða fjöru.  Á leið út í nesið frá Eskifirði má líta útlínur hvals sem skólabörn mynduðu í fjörunni.  Auðvelt aðgengi er að bjarginu og tilvalinn staður til fuglaskoðunar.  Mikilfengleg urð verður á vegi göngugarpa Reyðafjarðarmegin. Powered by Wikiloc
Páskahellir
Í Fólkvangi Neskaupstaðar eru skemmtilegar gönguleiðir, þar á meðal í Páskahelli. Merkt gönguleið er frá bílaplani yst í Neskaupstað út með ströndinni ofan við sjávarbjörgin að stiga sem liggur niður í grýtta fjöruna við hellinn. Hægt er að ganga áfram og upp utan við hellinn eða fara sömu leið til baka. Páskahellir er skúti sem brimið hefur sorfið í bergið og í gafli hans má sjá sívalar holur eftir tré sem að öllum líkindum stóðu í myndarlegum skógi er varð undir hrauni fyrir um 12 milljónum ára. Þessar holur nýta bjargdúfur nú gjarnan sem hreiðurstæði. Við hellinn má einnig sjá fagurlega formað bólstraberg, volduga bergganga og sums staðar eru holufyllingar af bergkristal og fleiri steindum. Útfellingar mynda víða falleg mynstur í dökkum klettaveggjum og vatn drýpur fram af klettunum. Á veturna verða því oft til fagrar ísmyndanir og voldug grýlukerti i klettaveggjunum. Fögur útsýn er yfir Norðfjarðarflóann austur á Barðsneshorn og til Rauðubjarga með sínu eilífa sólskini. Sjór með smálífverum stendur uppi í pollum og bláliljubreiður skreyta klettana að sumri. Mikið fuglalíf er við ströndina svo sem fýll, mávar,  æðarfugl, svartfuglar og endur, t.d. er mjög algengt að sjá þar straumendur að sumri og músarrindill heldur sig löngum við hamrana nálægt stiganum og syngur gjarnan fyrir göngufólk. , mávar,  æðarfugl, svartfuglar og endur, t.d. er mjög algengt að sjá þar straumendur að sumri og músarrindill heldur sig löngum við hamrana nálægt stiganum og syngur gjarnan fyrirgöngufólk.    Sagt er að á páskadagsmorgun megi sjá sólina dansa í hellinum og Ferðafélag Fjarðamanna hefur í mörg ár staðið fyrirgönguferðum í hellinn á páskadagsmorgun til að freista þess að sjá sólardansinn. Sagan segir einnig að bóndinn á Bakka hafi þar forðum á páskadagsmorgun náð hami fríðrar selameyjar sem hafði ásamt fleirum úr liði Faraós gengið þar á land til gleðileika. Giftist bóndinn henni og áttu þau sjö börn. Náði hún þá haminum aftur og hvarf í sæ til annarra sjö barna. Seinna bætti sami bóndi kúakyn sitt með sænauti en hann náði að sprengja belg þess við Uxavog sem er á ströndinni innan við Páskahelli. Var talið að selkonan hafi þar sent fyrrum manni sínum björg í bú. Þjóðsaga segir að sænaut og sækýr þekkist á sægráum lit og blöðru sem er á milli hornanna eða á nösum þeirra. Verða þau strax gæf ef hún er sprengd og missa sævareðli sitt. Í fjósi þekkjast kýr af sænautakyni á því að þær snúa ávallt hausnum í áttina til sjávar.   
Rauðubjörg
Falleg líparítbjörg á Barðsnesi við Norðfjarðarflóa. Norðfirðingar hafa löngum sagt að ef sólin glampar á Rauðubjörg að kvöldi, þá viti það á gott veður næsta dag.
Hengifoss í Seldal
Hæsti foss í Norðfirði fellur í samnefndri á úr Oddsdalnum niður í Seldal í afar fallegu og gróðursælu glúfri.
Viðfjörður
Einn eyðifjarðanna við Norðfjarðarflóa. Viðfjörður er syðstur fjarðanna þriggja við Norðfjarðarflóa. Þórbergur Þórðarson skrifaði bókina Viðfjarðarundrin, um mikinn draugagang sem átti sér stað í Viðfirði. Allt fram á síðustu ár hafa menn orðið vrir við undarlegar uppákomur í þessum ævintýralega firði. Margar fallegar gönguleiðir eru á þessu fallega svæði. Um þriggja klukkustunda stikuð og þægileg gönguleið liggur um Viðfjörð, Stuðla og Barðsnes meðfram sjó. Viðfjarðará er brúuð. Gönguleiðin fylgir að mestu gömlum ófærum vegaslóða. Þá er á þessari leið oft mikið af svartsnigli.
Fólkvangur Neskaupstaðar
Sannkölluð útivistarparadís við bæjarvegginn. Fólkvangur Neskaupstaðar tekur við þar sem þéttbýlið endar á eystri mörkum Neskaupstaðar. Fáir þéttbýlisstaðir á Íslandi eiga sér jafn ákjósanlegt friðland við bæjarvegginn. Landslag er tignarlegt, útsýni fagurt, auðugt lífríki og fjölbreyttar jarðmyndanir. Svæðið er því kjörið til útivistar, náttúruskoðunar og náttúrufræðslu. Margar og skemmtilegar gönguleiðir eru í friðlandinu, s.s. Páskahellir og Urðum. Þar er einnig fræðslustígur með ábendingum um ýmis náttúrufyrirbæri. Fólkvangur Neskaupstaðar er sá fyrsti sem settur var á fót hér á landi. Vorið 1971 lagði náttúruverndarnefnd Neskaupstaðar fram tillögu um stofnun fólkvangs utan Stóralækjar. Tillagan var samþykkt af Náttúruverndarráði og ráðuneyti og tók friðlýsingin formlega gildi 29. nóvember 1972. Nánar um fólkvanginn á vef Náttúrustofu Austurlands.
Hellisfjörður
Skemmtileg gönguleið í fallegan eyðifjörð. Fallegur og gróðursæll eyðifjörður, sem gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Þar má enn sjá leifar gamallar hvalstöðvar sem starfrækt var í byrjun 20. aldar. Um þriggja klukkustundar gönguleið liggur í Hellisfjörð um Götuhjalla og er hluti hennar stikaður. Ekið er frá aðalvegi sunnan Norðfjarðarár út undir Grænanes. Þaðan liggur stikuð leið út Búlandið, upp á Götuhjalla og þaðan inn í Hellisfjörð. Hestfær leið, fyrrum aðalgönguleið milli staðanna og um hana var fjársafnið rekið frá Sandvík, Suðurbæjum, Viðfirði og Hellisfirði, meðan fjárbúskapur stóð í blóma á Norðfirði Powered by Wikiloc
Snjóflóðagarðurinn
Útsýnis- og útivistarsvæði í Neskaupstað. Ofan byggðarinnar í Neskaupstað eru risin mikil mannvirki til varnar ofanflóðum. Búið er að koma fyrir gönguleiðum í kring um mannvirkin og hægt er að ganga uppi á þeim og njóta útsýnisins yfir Norðfjörð. Svæðið er skammt frá tjaldsvæðinu í Neskaupstað.
Sandvík
Heimkynni draugsins Glæsis. Eyðivík norðan við Gerpi, þar sem áður var austasta byggða ból á landinu. Við sandvík er kenndur draugurinn Glæsir, sem fylgir gjarnan Sandvíkingum og tekur ofan höfuðið þegar hann heilsar fólki. Stikuð leið liggur frá Stuðlum til Sandvíkur um Sandvíkurskarð. Gangan tekur um þrjár klukkustundir og fer hæst í um 500 m.y.s. Þá er hún brött en þokkalega greiðsfær. Var áður aðalleið Sandvíkinga á landi og þótti erfið hestleið. Útsýni úr Sandvíkurskarði er stórkostlegt. Í Sandvík er björgunarskýli, en þar er ekki nein ferðamannaaðstaða. Þangað þurfa ferðalangar að bera með sér allt viðurværi.
Asknes gönguleið
Að Asknesi í Mjóafirði má sjá leifar af gamalli hvalstöð, sem reist var af Norðmönnum um aldamótin 1900. Var hún sú stærsta í heiminum á þeim tíma. Þegar umsvif stöðvarinnar voru í hámarki unnu þar um 200 manns en í dag búa aðeins um 40 manns í Mjóafirði öllum. Það liggur enginn vegur út á Asknes en þangað er skemmtilegt að ganga frá veginum innst í firðinum.
Dalatangaviti
Á Dalatanga eru tveir vitar. Þann eldri lét útgerðarmaðurinn Ottó Wathne byggja árið 1895. Hann kostaði sjálfur byggingu vitahússins sem er hlaðið úr blágrýti með steinlími á milli. Danska vitamálastofnunin lagði svo til ljóstæki, steinolíulampa og spegil til að magna ljósið. Að byggingu lokinni tók landssjóður rekstur vitans að sér. Yngri vitinn var reistur árið 1908 og er enn í notkun. Ekið er út á Dalatanga úr Mjóafirði. Þegar Dalatangi birtist er því líkast sem maður sé staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka. Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. Á Dalatanga er verðurathugunarstöð og hafa þar farið fram reglubundnar veðurmælingar frá árinu 1938.
Dalatangi
Leiðin út á Dalatanga liggur eftir mjóum slóða sem fikrar sig út eftir Mjóafirði. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og giljum. Er Dalatangi birtist, er því líkast sem sé maður staddur á eyju inn í landi. Austar er ekki hægt að aka á Íslandi. Við Dalatangavia opnast mikið útsýni til norðurs, allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar. Vitarnir tveir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu, sá eldri var reistur að frumkvæði norska útgerðar- og athafnamannsins Ottos Wathne árið 1895. Hann er hlaðinn úr blágrýti með steinlími á milli. Yngri vitinn, sem nú er í notkun, var reistur 1908. Á Dalatanga er fallegt býli og túnjaðrar býlisins nema við sjávarbrúnir. Við bæjarhúsin eru skrúðgarður og gróðuhús.
Prestagil
Prestagil er lítið gil innst í Mjóafirði, sunnanmegin. Nettur en fallegur foss rennur um gilið sem dregur nafn sitt af þjóðsögu um tröllskessu sem tældi tvo presta inn í gilið. Þetta er einstaklega fallegt útivistarsvæði.