Laugarfell
Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja.
Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells.
Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.
View
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi.
Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri.
Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum.
Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
View
Móðir Jörð í Vallanesi
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.
Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.
Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar. Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
View
Fljótsdalsgrund
Gistiheimili með veitingarekstri, 10 herbergi í gistiheimilinu ásamt 120m2 einbýlishúsi sem hægt er að leigja. Stórt tjaldsvæði með aðgangi að wc og sturtu, grillsvæði, leiksvæði og mögulegt að leigja sal fyrir allt að 160 manns til stærri viðburða. Staðsetning er ca 7 km innan við í Hengifoss, í hjarta Fljótsdalsins.
View
Ferðaþjónustan Hafursá
Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.
Kortlagðir göngustígar um skóginn eru gifurlega vinsælir. Stórkostlegt útsýni yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið, 1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.
Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.
Einnig eru tvær tveggja herberga íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .
ÞjónustaGestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð.
Afþreying
Ganga um skóginn
Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn
Trjásafnið inn við gróðrarstöð
Hengifoss/Litlanesfoss 10 km
Hestaleiga 15 km
Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km
Óbyggðasafnið 25 km
Vallanes 10 km ( móðir Jörð )
Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. -
Vök 25 km ( heitar útilaugar í Urriðavatni )
Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km
Kárahnjúkastífla 75 km.
View
Mjóanes accommodation
Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald.
Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu.
Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús.
Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt.
Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús.
Kíkið á hengifoss.is og east.is/is
View
Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli
Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, rennandi vatn og vatnssalerni á sumrin. Á veturna er timburkamína og þurrsalerni. Við skálann er tjaldsvæði.
Skálinn er staðsettur við rætur Snæfells á vegi F909. Yfir hásumarið bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og fjöldi stikaðra og óstikaðra gönguleiða er við Snæfell og á Snæfellssöræfum. Inn við jökul má finna gestagötuna „Í faðmi jökla“.
Tjaldsvæðið er á mel rétt við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði og liggur við veg F909. Tæplega kílómeter er frá tjaldsvæðinu að uppgöngunni á Snæfell. Nokkrar merktar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu auk gestagötunnar „Í faðmi jökla“ inn við Brúar- og Eyjabakkajökul.
Athugið að opnunartímar skála og tjaldsvæðið er mikið háð veðri og tíðarfari
View
Hótel Hallormsstaður
Hótel Hallormsstaður samanstendur af 92 herbergjum, öll með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Hótelið er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði í mat og þjónustu.
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, fundar og ráðstefnusalir, veislusalir, heitur pottur bæði úti og inni, spa, nuddstofa og æfingasalur. Einnig er við hótelið tilkomumikið Tentipi tjald með eldstæði. Tjaldið tekur allt að 60 manns í sæti við borð. Stór pallur er fyrir utan tjaldið. Sími 470-0100
View