PREFAB / FORSMÍÐ Einingahús og listræn tjáning frá einum aldamótum til annarra
Það gleður okkur að kynna opnun haustsýningar í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi:
PREFAB / FORSMÍÐ
Einingahús og listræn tjáning frá einum aldamótum til annarra
Sýningarsalur Skaftfells, miðstöð myndlistar, Austurvegi 42, Seyðisfirði.
Sýningarstjóri: Guja Dögg Hauksdóttir
Opnun: 26. september 2020, kl. 14:00 - 18:00. Léttar veitingar og stuttar leiðsagnir verða í boði yfir daginn.
Við minnum sýningargesti á eins metra regluna og að spritta hendur við inngang. Vegna takmarkana geta aðeins um 25 gestir verið inni í salnum í einu og þess vegna er opnunartíminn lengri yfir daginn.
Sýningin stendur frá 26. september til 20. desember 2020.
Opnunartími: Mið - lau kl. 12:00 - 16:00. Lokað sun - þri.