Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðasögur

Heimsókn Nature Relaxation í Breiðdal

Í sumar komu Nature Relaxation Films til Austurlands og tóku upp fallegt myndband í Breiðdalnum. Nature Relaxation Films eru með yfir 600.000 fylgjendur á Youtube og hafa sérhæft sig í því að taka slík myndbönd víðs vegar um heiminn.

PREFAB / FORSMÍÐ Einingahús og listræn tjáning frá einum aldamótum til annarra

Það gleður okkur að kynna opnun haustsýningar í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi: PREFAB / FORSMÍÐ Einingahús og listræn tjáning frá einum aldamótum til annarra Sýningarsalur Skaftfells, miðstöð myndlistar, Austurvegi 42, Seyðisfirði. Sýningarstjóri: Guja Dögg Hauksdóttir Opnun: 26. september 2020, kl. 14:00 - 18:00. Léttar veitingar og stuttar leiðsagnir verða í boði yfir daginn. Við minnum sýningargesti á eins metra regluna og að spritta hendur við inngang. Vegna takmarkana geta aðeins um 25 gestir verið inni í salnum í einu og þess vegna er opnunartíminn lengri yfir daginn. Sýningin stendur frá 26. september til 20. desember 2020. Opnunartími: Mið - lau kl. 12:00 - 16:00. Lokað sun - þri.

Austfirskar krásir

Matargerð á Austurlandi hefur vaxið ásmegin á síðustu árum og kemur það m.a. fram í auknum fjölda framúrskarandi veitingastaða og sífellt fleiri haft lagt fyrir sig matvælaframleiðslu af einhverju tagi og sumir hlotið mikla athygli fyrir spennandi rammaustfirskar afurðir. Við hittum þrjá reynslumikla kokka til þess að kynna okkur matargerð á svæðinu og bestu hráefnin á Austurlandi.

101 Austurland

Bókin 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla er væntanleg á markað í júní næstkomandi.

Leitum ljósmyndara og myndefnis frá Austurlandi

Austurbrú auglýsir eftir ljósmyndum og vídeóefni frá Austurlandi til notkunar við markaðssetningu landshlutans.

Heimsendur matur og sérstakar opnanir

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu í dag hafa mörg fyrirtæki þurft að breyta eða aðlaga starfsemi sína. Austurbrú hefur á síðustu dögum tekið saman upplýsingar um matvöruverslarnir á Austurlandi sem eru með sérstakar opnanir fyrir viðkvæma hópa og verslanir og veitingaaðila sem senda mat heim.

Austurland Freeride Festival

Nýtt kynningarmyndband um Austurland

17. janúar, fór í dreifingu nýtt og glæsilegt kynningarmyndband um Austurland

Fjörðurinn og leðrið

Eistnaflug hefur á síðustu árum orðið ein athyglisverðasta tónlistarhátíð landsins og á síðasta ári hlaut hún bæði Eyrarrósina og Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarhátíð ársins. Á þriðja þúsund gestir leggja leið sína austur aðra helgi í júlí og aðstandendur Eistnaflugs vilja efla hátíðina með hjálp heimamanna þannig að upplifun tónleikagesta verði sem eftirminnilegust. Haldinn verður vinnufundur 8. febrúar á Hótel Hildibrand í Neskaupstað sem allir eru velkomnir á en fulltrúar frá ferðaþjónustunni eru sérstaklega hvattir til að mæta. En hvað er svona merkilegt við Eistnaflug? Hvað dregur fólk alla leið austur og hvað finnst heimamönnum um þetta allt saman?
Skúli Júlíusson, fjallaleiðsögumaður.

Austurland: Topp 5

Fjallaleiðsögumaðurinn Skúli Júlíusson hefur gert fjallgöngur að lifibrauði sínu í gegnum gönguhópinn Wild Boys og býður ferðamönnum upp á leiðsögn á austfirsk fjöll.

Sumar í HAVARÍ – tónlistarveisla í Berufirði

Svavar og Berglind sem eru stundum kennd við hljómsveitina Prins Póló ætla í samstarfi við Rás 2 að bjóða upp á tónlistarveislu í Berufirði í sumar en þar hefur Ríkisútvarpið aldrei áður hljóðritað tónleika.

Fljúga beint til Egilsstaða með breska skólakrakka

Þó ekki verði framhald á áætlunarflugi Discover the World milli Lundúna og Egilsstaða næsta sumar þá ætla forsvarsmenn þessarar bresku ferðaskrifstofu að bjóða skólahópum, þar í landi, upp á beint flug á Austfirði. Fyrsta ferðin verður farin í október og að sögn Clive Stacey, forstjóra og stofnanda Discover the World, er nú þegar uppselt í hana.