Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Dyrfjallahlaup COROS verður haldið í fimmta sinn í sumar.

HLAUPIÐ EFTIR NÝJUM LEIÐUM UM VÍKNASLÓÐIR

Eftir miklar breytingar í heiminum á síðasta ári ætlum við líka að breyta aðeins til og munum hlaupa tvær nýjar leiðir í sumar 12 og 24 km og setja gömlu leiðina okkar í smá pásu. 

Hlaupið er eftir gönguleiðum á Víknaslóðum sem hafa notið mikilla vinsælda göngufólks síðastliðin ár.
Þetta er einstakt svæði, ljós líparítfjöll og skriður, í bland við dökka og tignarlega basalttinda og það verður enginn svikinn að stórkostlega útsýninu að Dyrfjöllunum, sem hlaupið dregur nafn sitt af.

Vegalengd 23.4 km - Heildarhækkun: 1076m - Heildarlækkun: 1132m - Hæsti punktur: 445m.y.s - Lægsti punktur: 5m. y.sm. Víknaslóðir 23.4 km (lengri leiðin)
Vegalengd 23.4 km - Heildarhækkun: 1076m - Heildarlækkun: 1132m - Hæsti punktur: 445m.y.s - Lægsti punktur: 5m. y.sm.

 

Vegalengd 11.7km - Heildarhækkun: 701m - Heildarlækkun: 707m - Hæsti punktur: 354m.y.s - Lægsti punktur: 15m. y.sm. Brúnavíkurleið 11.7 km (styttri leiðin)
Vegalengd 11.7km - Heildarhækkun: 701m - Heildarlækkun: 707m - Hæsti punktur: 354m.y.s - Lægsti punktur: 15m. y.sm.

Víknaslóðir á Austfjörðum hafa allt sem gott utanveghlaup þarf á að halda:
brattar brekkur, grösugar víkur og vel merkt leiðanet sem gerir þetta að algjörum draumi fyrir hinn almenna utanvegahlaupara.

Þar af leiðandi verður hlaupið eitt af flottustu hlaupum landsins og það stefnir allt í það að þetta verði stærsti einstaki íþróttaviðburður í sögu Austurlands. Af því erum við einstaklega stolt og ánægð og hafa viðtökurnar við þessu breytta fyrirkomulagi farið fram úr björtustu vonum þar sem það stefnir í að hátt í 500 manns muni etja kappi í hlaupinu sjálfu, 250 þátttakendur í hvorri leið.

Hvort sem þú ert að koma til að hlaupa eða langar bara að fylgjast með geggjaðri stemmingu þá mælum við eindregið með að kíkja á Borgarfjörð eystri þann 10 júlí og upplifa þennan frábæra dag með okkur.

Höfundur:
Olgeir Pétursson,
verkefnastjóri hlaupsins

Dyrfjallahlaupið