Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

UHUland - Örvar Smárason í gallerí Klaustur

26. júlí - 22. ágúst

Örvar Smárason listamaður er ljóðskáld, rithöfundur, tónskáld, tónlistarmaður og myndlistarmaður. Einna þekktastur úr tónlistinni, núna síðast sem meðlimur hirðar Prins Póló og FM Belfast, en er að hasla sér völl sem rithöfundur og myndlistarmaður. Örvar dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri í vor við ritstörf og listsköpun og er nú komin aftur til að sýna afraksturinn.

Innblásturinn að UHUlandi kemur frá límstifti. Ferlið á bak við myndirnar, að setja saman landslag beint á filmu, er ekki ólíkt því að nota UHU límstifti til að líma saman klippimynd. Ljósmyndirnar á sýningunni voru allar teknar í Fljótsdal í mars á þessu ári, með því að nota skiptistykki yfir linsuna og lýsa myndflötinn oftar en einu sinni (multiple exposure). Hver mynd er því samsett í myndavélinni með því að klippa viðfangið í sneiðar, festa á mismunandi hluta flimunnar. Litapallettun er síðan ýkt til að skapa andstæðu við kyrrlát viðfangsefnin.

UHUland verður opnað í gallerí Klaustur föstudaginn 26.júlí kl 15:00 og eru allir velkomin á opnun. Sýningin stendur til 23. ágúst og er opin 10 – 17 alla þá daga.

Staðsetning

Skriðuklaustur, Gunnarshús, Fljótsdalshreppur, Eastern Region, 701, Iceland

Sími