Laugardaginn 24.ágúst opnar Linus Lohmann nýja sýningu í Gallerí Klaustur.
Linus Lohmann (f.1982, Þýskalandi) er myndlistarmaður búsettur á Seyðisfirði sem starfar með teikningu, prentgerð og skúlptúr.
Hann notar fjölmargar aðferðir til að vinna úr myndum og hlutum. Í gegnum listaverkinn kannar hann upplifun efna, arfleifð hlutana og upplifun rýmis með endurskipulagningu efnis og agna. Í verkum sínum kannar Linus hvernig hendur og tæki mætast, notar oft handsmíðað verkfæri eða vélar til að móta niðurstöður sem innihalda ferli, frammistöðu og, í sumum tilfellum, teikningar búnar til með sérstökum hreyfingum eða flóknum ferlum.
Einkasýningar eru: „Pacing“ í Reykjavík (2022) og „Eitthvað sem var og er ekki“ á Ísafirði (2022). Aðrar athyglisverðar sýningar eru: „Á Seyðisfirði“ á Seyðisfirði (2023), “Sammlung Simonow” í Berlín (2021), “Ufrumlegt” í Skaftfell listamiðstöð á Seyðisfirði (2016), „The Impossible Possession“ í Slakthusateljéerna í Stokkhólmi (2015), og „RÓ RÓ Skaftfell“ í Miðstöð myndlistar á Austurlandi (2014).
Sýningin opnar klukkan 14:00 laugardaginn 24 ágúst og eru allir velkomnir á opnun. Sýningin stendur til 21.september og fylgir opnunartíma Skriðuklausturs.