Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skógrækt Reyðarfjarðar - snjóganga

8. janúar kl. 17:30
Við ætlum að ganga hring á skógræktarsvæði Reyðarfjarðar. Hittumst þar sem vinnubúðir við Reyðarfjörð stóðu áður (sjá kort).
Ef einhver er óviss hvar sá staður er hafið þá samband.
Eins og staðan er núna þá er einhver snjór á þessum slóðum, þannig að það er mjög gott að vera með legghlífar ef þið eigið þær til.
Mjög gott að vera alltaf með lítinn bakpoka þar sem hægt er að vera með drykkjarflösku og pínu nasl, broddana og kannski vettlinga, húfu og eitthvað um hálsinn. Í útivist veit maður aldrei í hvaða ævintýrum maður getur lent og betra að vera við því búin/n en ekki 🙂
Gerum ráð fyrir rúmum 1 1/2 klukkutíma í útivist.
Mikilvægt að vera í góðum vatnsheldum skóm, strigaskór því ekki æskilegir. Hafið höfuðljós og gott að hafa göngustafi.
Hvað þarf að taka með:
* Lítill bakpoki
* Keðjubroddar ef þið eigið (ég get lánað)
* Legghlífar ef þið eigið
* Höfuðljós (vera viss um að þau virki)
* Vatnsflösku og nasl (hnetur, orkustykki...)
* Göngustafi ef þið kjósið
* Húfu, vettlinga, eitthvað um hálsinn
Við spilum þetta svo af fingrum fram. Númer 1, 2 og 3 er að njóta lifsins! Takið með vin eða vinkonu ❤
Allur aldur og kyn velkomin

GPS punktar

N65° 2' 2.642" W14° 12' 30.484"