Landverðir bjóða upp á huggulega jólastund í Snæfellsstofu frá kl. 11-16. Boðið verður upp á ýmiskonar jólaföndur með áherslu á endurnýtingu og jólamyndatöku með Agnari hreindýri.
Einnig verður boðið upp á smá útiveru þar sem kveikt verður upp í eldstæði og grillaðir sykurpúðar. Mælum með að taka hlý föt með til útiveru.
Kakó og sykurpúðar til sölu á staðnum.