Í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri dvelur um þessar mundir pólska listakonan Agnieszka Rowińska. Hún er með sýninguna „HIDDEN“ í gallerí Klaustur sunnudaginn 8.desember 12 – 16.
Í HIDDEN er Agnieszka að kanna undirmeðvitundina og okkar sameiginlegu ímyndun, hvernig draumar, tákn og frummyndir ganga þvert á tíma og menningu og skapa sameinglega upplifun. Í verkunum sínum er Agnieszka að leitast við að fanga það sem er ósegjanlegt – falin heimur undirmeðvitundinnar sem mótar svo hvernig við skynjum raunveruleikann og heiminn í kringum okkur.
Verkin á sýningunni eru leikur að ljósum og hreyfingu, upplýstir ljósa rammar eru virkjaðir af hreyfingu—aðeins nærvera áhorfanda afhjúpar það sem falið er.