Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bláa kirkjan: Umbra

24. júlí kl. 20:00

Upplýsingar um verð

3000-4000

Hljómsveitin Umbra flytur íslensk þjóðlög í eigin útsetningum og frumsamið efni þar sem texti er sóttur í miðaldabókmenntir. Á tónleikunum í Bláu kirkjunni verður í brennidepli efni af plötunni Bjargrúnir auk nýs efnis. Yfirskrift tónleikanna er „Umbra og arfurinn“ og á tónleikunum mega gestir eiga von á náinni stund þar sem kafað verður ofan í sagnaarfinn og íslenska ljóðagerð í tónum og tali.

Undanfarin misseri hefur Umbra ferðast vítt um Evrópu með íslensku þjóðlögin í farteskinu. Nýjasta plata Umbru, Bjargrúnir, kom út í tíu löndum í Evrópu og hefur platan hlotið lofsamlega dóma á erlendri grundu. Ævintýri Umbru erlendis halda áfram og framundan eru tónleikaferðalög til Kína, Frakklands og Indlands.

Húsið opnar kl. 20:00 og tóneleikarnir hefjast 20:30. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

GPS punktar

N65° 15' 40.696" W14° 0' 37.752"