Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bláa kirkjan: Ingibjargir

10. júlí kl. 20:00

Upplýsingar um verð

3000-4000

Í dúóinu „Ingibjargir“ eru söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir og tónskáldið Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir.

Nýlega kom út fyrsta plata Ingibjarga sem ber heitið „Konan í speglinum“, sem finna má á helstu streymisveitum, en hún inniheldur fimmtán frumsamin sönglög við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur, skálds.

Bakgrunnur Ingibjarga spannar klassík, djass og þjóðlagatónlist með áherslu á frjálsan spuna og tónlist þeirra einkennist af þessari margslungnu blöndu ólíkra stíla. Tónlistinni hefur verið lýst sem töfrandi blöndu hins ævaforna og nútímalega; flæði á milli þess hefðbundna og tilraunakennda.

Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast 20:30. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

GPS punktar

N65° 15' 40.696" W14° 0' 38.061"