Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bláa kirkjan: Dundur

31. júlí kl. 20:00

Upplýsingar um verð

3000-4000

Dundur er sólóverkefni Guðmundar Höskuldssonar gítarleikara og tónlistarmanns í Neskaupstað. Fyrsta hljómplata Dundurs kom út í lok síðasta ársins og vakti heilmikla athygli. Tónlistinni er best lýst sem einskonar „bræðingi“ af djassi, blús, ambíent-tónlist og ýmsu öðru. Með Guðmundi spilar einvala lið tónlistarmanna en á tónleikunum verða, auk hans sjálfs, Þórir Baldursson á hljómborð, Birgir Baldursson, slagverk, og Hafsteinn Már Þórðarson á bassa. Á tónleikunum leika þeir lög af plötunni en Dundur leggur áherslu á frjálsan spuna þannig að áhorfendur geta átt von á ýmsum óvæntum uppákomum!

Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast 20:30. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

GPS punktar

N65° 15' 40.825" W14° 0' 38.061"