Upplýsingar um verð
95.000 kr á mann
Um er að ræða skemmtilega 3ja daga ferð undir leiðsögn Rúnars Péturs, þar sem skinnað verður frá topplyftu Oddsskarðs niður í Vöðlavík, gist í 2 nætur og endað með að skíða frá topplyftu Oddsskarðs í Randulffs-sjóhús á Eskifirði.
Dagskrá ferðarinnar:
Miðvikudagur 1. mars
- 7:30 – Flug úr Reykjavík
- Mæting á Mjóeyri kl 9:30
- Raðað verður niður í trúss. Miðað er við að það sé ein taska á mann og svefnpoki
- Lagt af stað kl 10:00 upp í Oddsskarð og þaðan upp með topplyftu
- Byrjað að skinna og rennt austur af Goðatindi í átt til Vöðlavíkur
- Rennt niður í Vöðlavík þar sem gestir koma sér fyrir í skála ferðafélags Fjarðamanna
- Ein stutt ferð í Vöðlavík ef fólk vill
- Kvöldmatur
- Fundur hvert á að fara daginn eftir
Fimmtudagur 2. mars
- Morgunmatur
- Skinnað upp að tindi og rennt niður
- Hádegishressing
- Aftur skinnað, rennt niður að strönd
- Varðeldur og öl
- Kvöldmatur
- Hut quiz í boði Víðis
- Gist aftur að Karlstöðum í Vöðlavík
Föstudagur 3. mars
- Morgunmatur
- Trússið sótt
- Skinnað í átt að Eskifirði
- Rennt niður í Eskifjörð
- Rúta upp í Oddsskarð
- Upp í topplyftu þar sem verður rennt niður í Randulffs-sjóhús
- Apré ski partý á Randulffs-sjóhúsi
Verð 95.000kr. Innifalið er:
- Kvöldmatur á miðvikudeginum. Morgunmatur, nesti og kvöldmatur á fimmtudeginum. Morgunmatur og nesti á föstudeginum
- Gisting í 2 nætur í skála Ferðafélags Fjarðamanna að Karlstöðum í Vöðlavík
- Fjallaleiðsögn alla ferðina. Rúnar Pétur Hjörleifsson sér um leiðsögnina
- Trúss með snjósleða eða jeppa
- Rútuferðir í tengslum við ferðina
ATH taka þarf með sér svefnpoka, skíða/bretta brodda og snjóflóðabúnað. (skóflu, ýli og snjóflóða stöng).
Bókanir hjá Sævari á Mjóeyri í síma 698 6980 eða mjoeyri@mjoeyri.is
Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð