Upplýsingar um verð
15.000 kr á mann
Um er að ræða skemmtilega og krefjandi eins dags ferð undir leiðsögn Skúla Júlíussonar og Óskars Wild Ingólfssonar þar sem farið er frá Fjarðarheiði til Eskifjarðar. Mæting er á Egilsstaðarflugvelli kl 09:00 tilbúin fyrir daginn.
Dagskrá ferðarinnar:
Föstudagur 3. mars
- 09:00 – Mæting á Egilsstaðaflugvelli tilbúin fyrir daginn
- 09:15 – Lagt af stað með rútu upp á Fjarðarheiði þar sem skíðaferðin byrjar.
Gengið yfir Gagnheiði og rennt sér niður á Mjóafjarðarheiði.
Þaðan gengið upp á jökulinn Fönn þaðan sem rennt verður niður Þverárdal, alla leið niður að Veturhúsum á Eskifirði.
Rúta sækir liðið að Veturhúsum og skutlar upp í Oddsskarð, þaðan sem rennt verður í Randulffs sjóhús.
Þetta er krefjandi ganga og skíðun undir styrkri stjórn Skúla Júl og Óskars Wild.
Búnaður
- Venjulegur dagsferðarbúnaður fyrir skíðaferð. Fjallaskíði eða splitboard og skinn.
- Nauðsynlegt er að hafa brodda og að sjálfsögðu allir með snjóflóðaýli, skóflu og stöng.
- Ekki má gleyma nestinu!
Kostnaður
- 15.000 kr. á mann
- Innifalið í verði eru rútuferðir og leiðsögn
Bókanir hjá Sævari á Mjóeyri 698 6980 eða mjoeyri@mjoeyri.is
Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð.