Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Að upplifa Austurland í vetrarham er engu líkt. Gönguleiðirnar eru nær óþrjótandi og skíðasvæðin í fremstu röð. Víða má finna tinda og fjöll sem henta vel fyrir fjallaskíða- og brettamennsku og sundlaugarnar og baðstaðirnir svíkja engan. Þá er landshlutinn þekktur fyrir matarhefðir og menningarviðburði.

Skíðasvæðin okkar

Fjallaskíði

Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum …

Aðrir (1)

Wildboys.is Reynivellir 8 700 Egilsstaðir 864-7393

Gönguskíði

Egilsstaðasporið

Staðsetning

Skíðagöngudeild skíðafélagsins í Stafdal sér um að leggja gönguskíðabrautina á Egilsstöðum. Gönguskíðabrautin er staðsett í Selskógi og hæfir jafnt byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Hægt er að ganga nokkra hringi, allt frá 500m og upp í 3,1km. Þá er hluti skógarins upplýstur allan ársins hring og því ekkert til fyrirstöðu að skella sér í skóginn á myrkustu dögum ársins. Nánari upplýsingar um sporið má finna á Facebook síðu þess. 

Gönguskíðasporið á Fjarðarheiði

Staðsetning

Skíðagöngudeil skíðafélagsins í Stafdal sér um að leggja gönguskíðabrautina á Fjarðarheiði. Fjarðarheiði er heiðin sem aðskilur Egilsstaði og Seyðisfjörð og er tilvalinn staður fyrir allskonar vetrarafþreyingu. Misjafnt er eftir veðri og færð hversu langur hringurinn er og má finna allar upplýsingar um sporið á Facebook síðu Egilsstaðasporsins.

 

Skíðasvæðið í Stafdal

Staðsetning

Á skíðasvæðinu í Stafdal er haldið úti tæplega kílómeters löngu gönguspori. Sporið hentar sérstaklega byrjendum þar sem möguleiki er á því að fá leigð gönguskíði á svæðinu. Nánari upplýsingar um sporið má finna á vefsíðu skíðasvæðisins í Stafdal.

Skíðasvæðið í Oddsskarði

Staðsetning

Á skíðasvæðinu í Oddsskarði er haldið úti góðu gönguspori. Þar geta gestir einnig leigt sér búnað og því engi nauðsyn á að ferðast með skíðin þvert yfir landið. Nánari upplýsingar um sporið má finna á vefsíðu skíðasvæðisins í Oddsskarði.

 

Sögur af skíðum

  • Ljósmynd: Þráinn Kolbeins

    Fjallaskíði á Austurlandi

    Vorin eru tími fjallaskíðunar og oftast á maður bestu dagana á þeim tíma árs, þegar sólin er farin að hækka á lofti og veðri farið að skána. Vorskíðun er svo sannarlega með þeim betri á Íslandi, þar sem snjórinn verður eins konar kornsnjór sem jafnast oft á við góðan púðursnjó. Hér fyrir neðan ætla ég að fara yfir nokkra tinda á Austurlandi sem að er skemmtilegt að fara á fjallaskíðum, suma hef ég farið á sjálf og aðrir eru á listanum. Að þessu sinni urður fjórir toppar fyrir valinu, en þeir spanna fjölbreytt landsvæði á Austurlandi og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
  • Austfirsku alparnir, falin fjallaskíðaperla

    Austfirsku alparnir bera svo sannarlega nafn með rentu. Eftir ferðalög um alla Evrópu í leit að bestu brekkunum eru Austfirsku alparnir ennþá með þeim efstu á listanum. Það er eitthvað við þessi tignarlegu fjöll og sjávarsýn, sem dregur mann að.