Fjallaskíði á Austurlandi
Vorin eru tími fjallaskíðunar og oftast á maður bestu dagana á þeim tíma árs, þegar sólin er farin að hækka á lofti og veðri farið að skána. Vorskíðun er svo sannarlega með þeim betri á Íslandi, þar sem snjórinn verður eins konar kornsnjór sem jafnast oft á við góðan púðursnjó.
Hér fyrir neðan ætla ég að fara yfir nokkra tinda á Austurlandi sem að er skemmtilegt að fara á fjallaskíðum, suma hef ég farið á sjálf og aðrir eru á listanum.
Að þessu sinni urður fjórir toppar fyrir valinu, en þeir spanna fjölbreytt landsvæði á Austurlandi og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.