Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skíðasvæði

Skíðamiðstöð Austurlands, Oddsskarði
Í Oddsskarði á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Í fjallinu er toglyfta sem fer upp í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, þar se, við blasir ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir brettafólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu. Þá er skíðamiðstöðin með Stubbaskóla fyrir yngstu börnin. Um páskana er haldið Páskafjör og er þá jafnan mikið um að vera í skarðinu. Þetta er frábær fjölskylduhátíð með margar skemmtilegar hefðir eins og sparifataskíðadag, páskaeggjaleit og minningarmót Gunnar Ólafssonar. Þá er brettafólki gert hátt undir höfði með haganlega gerðum brettabrautum og –pöllum. Opnunartími á veturna er mánudaga til föstudaga kl. 14:00 til 20:00 og kl. 10:00 - 16:00 um hekgar. Opið er svo framarlega sem nægur snjór er til staðar. Mögulegt er að leigja skíði og snjóbretti.
Skíðasvæðið í Stafdal
Stafdalur er við þjóðveg nr. 93 á milli efri og neðri Stafs í Fjarðarheiðinni sem er á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Skíðasvæðið er í u.þ.b. 21 km. fjarðlægð frá Egilsstöðum og 8 km. frá miðbæ Seyðisfjarðar. Á svæðinu eru 3 skíðalyftur og aðstaða fyrir alls konar skíðafólk. Byrjendalyftan er kaðallyfta sem er um 100 metra löng og er aðeins opin um helgar og hátíðardögum. Neðri lyfta er diskalyfta um 900 metra löng og hefur 190 metra hæðarmismun. Efri lyfta er diskalyfta um 700 metra löng og hefur 160 metra hæðarmismun. Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli sem er opinn gestum. Í Stafdal er mjög skemmtilega gönguskíðabraut sem er um 5 km og er hún ávallt troðin þegar tími vinnst til.