Hammondhátíð
Á sumardaginn fyrsta, var mér gefið... Hammond!
Hammondhátíðin var fyrst haldin árið 2006 og hefur vaxið jafnt og þétt síðan en hún er nú ein af elstu tónlistarhátíðum landsins. Meginhlutverk hátíðarinnar á Djúpavogi er að heiðra og kynna Hammondorgelið. Það er gert með því að fá tónlistarmenn, allt frá heimamönnum til landsþekktra, til þess að leika listir sínar á Hammondorgelið sem er rauði þráðurinn á dagskrá hátíðarinnar. Hátíðin hefst hvert ár á sumardeginum fyrsta og stendur yfir alla helgina. Fyrsta kvöld hátíðarinnar er kallað austfirskt kvöld, þar sem tónlistarmenn og hljómsveitir frá Austurlandi eru miðpunktur athyglinnar. Það eru svo stærri, þjóðþekktar hljómsveitir og tónlistarmenn sem halda fjörinu gangandi á föstudags- og laugardagskvöldum. Hátíðinni er svo formlega slitið með tónleikum í Djúpavogskirkju þar sem alla jafnan er einsöngvari ásamt hammondleikara.
Upplýsingar
- Djúpivogur
- Sumardaginn fyrsta
- Vefsíða
Stærsti menningarviðburður Djúpavogs