Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fransmenn á Íslandi

- Söfn og setur

Frakkar á Íslandsmiðum er nýjasta perlan á safnastreng Fjarðabyggðar. Safnið er til húsa í tveimur reisulegum byggingum sem Frakkar reistu upp úr aldamótunum 1900 eða Læknishúsinu og Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði.  Meginsýning safnsins er þó í hvorugu húsanna, heldur  í undirgöngum sem tengja þau saman.

Frakkar á Íslandsmiðum er án efa eitt athyglisverðasta safn landsins. Ekki aðeins fyrir hönnun þess og nálgun við viðfangsefnið, heldur einnig vegna andrúmsloftsins sem tekist hefur að skapa. Lifandi nærmynd er brugðið upp af lífi sjómanna um borð í frönsku skútunum sem sóttu Íslandsmið og skynjar áhorfandinn glöggt aðstæður þeirra og daglegt líf. Þá veitir safnið einnig glögga innsýn í starfsemi Franska spítalans og merka starfsemi hans upp úr aldamótunum 1900.

Endurgerð Minjaverndar á Frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði lauk sumarið 2014. Húsin eru alls fimm og eru auk Læknishússins og Franska spítalans, Sjúkraskýlið, Litla kapellan og Líkhúsið.  Endurreisnarsaga húsanna er með merkari framkvæmdum Minjaverndar og sú viðamesta utan höfuðborgarsvæðisins.

Frönsku húsin gegna á ný mikilvægu hlutverki fyrir bæjarlíf Fáskrúðsfjarðar, en nú sem Fosshótel Austfirðir, sælkerastaðurinn l'Abri og safnahús Fransmanna á Íslandi. Litla kapellan hlaut blessun 26. júlí 2014 og er eina byggingin sem heldur upprunalegu hlutverki sínu. 

Safnið er opið alla daga kl. 10:00-18:00 (15.maí - 30.september) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum

Nánari upplýsingar um opnunartíma má finna hér

Fransmenn á Íslandi

Fransmenn á Íslandi

Frakkar á Íslandsmiðum er nýjasta perlan á safnastreng Fjarðabyggðar. Safnið er til húsa í tveimur reisulegum byggingum sem Frakkar reistu upp úr alda
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar

Sundlaug Fáskrúðsfjarðar

Sundlaug Fáskrúðsfjarðar er 12,5 metra innisundlaug með heitum útipotti. Sundlaugin var tekin í notkun árið 1948 og veitir byggingarstíllinn sundlaugi

Luxury by Sabina

Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjörður

Fáskrúðsfjörður kemur mörgum á óvart með framandi yfirbragði en fjörðurinn býr yfir sterkum sögulegum tengslum við Frakkland sem enn í dag eru áberand
Fosshótel Austfirðir

Fosshótel Austfirðir

Fosshótel Austfirðir er glæsilegt hótel á Fáskrúðsfirði. Starfsemi hótelsins fer fram í 4 byggingum við Hafnargötuna sem hafa verið endurgerð í samvin
Tjaldsvæðið Fáskrúðsfirði

Tjaldsvæðið Fáskrúðsfirði

Tjaldsvæðið á Fáskrúðsfirði er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina. Þar eru klósett og wc-losun fyrir húsbíla. Verð: Fullorðn
Stytturnar á Fáskrúðsfirði

Stytturnar á Fáskrúðsfirði

Fallegar styttur og minnisvarðar. Minnisvarði vísindamannsins og heimskautafarans dr. Carcot er staðsettur innan við Læknishúsið að Hafnargötu 12. Ski
Norðurljósahús Íslands

Norðurljósahús Íslands

Í smábæ austur á fjörðum er að finna Norðurljósahús Íslands. Þar er boðið upp á norðurljósasýningu  í  Wathneshúsinu  en  þar  verður  sýningin  staðs
Franski grafreiturinn

Franski grafreiturinn

Rétt utan við þéttbýlið í Fáskrúðsfirði er minnisvarði með nöfnum 49 franskra og belgískra sjómanna sem létu lífið á Íslandsmiðum. Árið 2009 komu full

Aðrir (2)

Kaffi Sumarlína Búðavegur 59 750 Fáskrúðsfjörður 4751575
Upplýsingamiðstöð Fáskrúðsfirði (Svæðismiðstöð) Hafnargata 12 750 Fáskrúðsfjörður 470-9000