Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

LISTAHÁTÍÐ

Rúllandi Snjóbolti

Rúllandi Snjóbolti

Rúllandi snjóbolti er listasýning sem leggur áherslu á samtímalist og haldin er í Bræðslunni á Djúpavogi á sumrin. Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC í Xiamen í Kína.

Eitt af markmiðum CEAC er að stuðla að menningarlegum samskiptum milli Kína og Vesturlanda. Stofnunin hefur í gegnum árin kynnt bandaríska, kanadíska, ástralska og íslenska listamenn í Kína. Þessi kínversk-evrópska menningarmiðstöð er löngu orðin þekkt í kínverska og evrópska listaheiminum og hefur staðið fyrir mörgum, stórum sýningum í Kína.

Verkefnið Rúllandi snjóbolti er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða listasýninguna Rúllandi snjóbolta sem sett er upp í hvítum teningi, byggðum inni í fyrrverandi húsnæði bræðsluhúsnæði Djúpavogs. Hins vegar dvelja listamenn á vegum CEAC á Djúpavogi að sumarlagi til þess að vinna að listsköpun sinni.

Upplýsingar