Stefánslaug er einstaklega glæsileg útisundlaug með heitum útipottum, gufubaði og tveimur stórum rennibrautum.
Staðsett á sólríkum stað í hlíðum Neskaupstaðar, veitir sundlaugin rómaða sólbaðaðstöðu og einstaka fjallasýn út yfir Norðfjörðinn.
Stefánslaug var tekin í notkun árið 1943 og stendur því á gömlum merg. Á árunum 2001 til 2006 var sundlaugin endurbyggð nánast frá grunni, fyrst 25 metra sundlaugarkarið og síðan þjónustuhúsið.
Skömmu síðar bættust svo stóru rennibrautirnar við aðstöðuna en þær njóta mikilla vinsælda, ekki hvað síst hjá yngstu kynslóðinni.
Opnunartími Sumar:
Mánudagar - föstudagar: 07:00 - 21:00
Laugardagar: 10:00 - 18:00
Sunnudagar: 10:00 - 18:00
Opnunartími Vetur:
Mánudagar - fimmtudagar: 07:00 - 20:00
Föstudagar: 07:00 - 18:00
Laugardagar: 11:00 - 18:00
Sunnudagar: 13:00 - 18:00