Við hjá Tinna Adventure erum einlægir áhugamenn um ferðamennsku og íslenska náttúru. Hvort sem það er í bíl, á hjóli eða fótgangandi þá viljum við deila hinni einstöku Íslensku náttúru og friðsemd með viðskiptavinum okkar.
Við höfum mikla reynslu í fjallamennsku og bakgrunnur okkar nær meðal annars inn í Björgunarsveitirnar.
Við ferðumst í littlum hópum, þar sem hver jeppi tekur að hámarki 4 til 10 farþega. Þetta gerum við með það að markmiði að bjóða upp á persónulega tengingu og nánd við hina mögnuðu náttúru landsins. Á hersla okkar er á hæga ferðamennsku “slow travel” með það í huga að veita einstaka upplifun af náttúru og menningu svæðisins.
Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og höfum það að markmiði að skilja ekki eftir ummerki á náttúrunni eftir ferðir okkar. Það er von okkar og markmið að komandi kynslóðir geti notið þessarar fallegu náttúru eins og við gerum í dag.
Þá vinnum við í nánu sambandi við samfélagið og fyrirtæki á svæðinu með það að markmiði að byggja upp og styðja við sjálfbært atvinnuumhverji í samfélaginu.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.