Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Heimsókn til æðarbænda

- Skipulagðar ferðir

Gestum býðst að heimsækja æðarbónda, kynnast heimkynnum og varplandi æðarfuglsins og hvernig æðardúnn er hreinsaður. Æðardúnn er skoðaður á mismunandi vinnslustigum þar til hann er settur í sængur og kodda. Ferðir á  tímabilinu 25. maí til 3. júlí. Nauðsynlegt er að panta með fyrirvara.

Farið er í létta gönguferð um heimkynni og varpland æðarfuglsins undir leiðsögn æðarbænda á Ytra-Nýpi. Skoðað er hvernig þessi villti fugl er verndaður og búið í haginn fyrir hann þannig að honum líði sem best. Einnig má sjá fleiri fugla í varplandinu. Mikilvægt er að fara varlega og fylgja fyrirmælum í einu og öllu.

Farið er í dúnhreinsistöð á Ytra-Nýpi þar sem gefst færi á að skoða og snerta æðardún á mismunandi vinnslustigum og skoða sýnishorn af fullunnri vöru. Boðið er upp á hressingu í gestastofu þar sem eru munir sem tengjast búrekstri bænda síðustu ára.

Heildartími: áætlaður 3 klst.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Heimsókn til æðarbænda

Heimsókn til æðarbænda

Gestum býðst að heimsækja æðarbónda, kynnast heimkynnum og varplandi æðarfuglsins og hvernig æðardúnn er hreinsaður. Æðardúnn er skoðaður á mismunandi
Selárlaug í Vopnafirði

Selárlaug í Vopnafirði

Sundlaugin í Selárdal Sími: 473-1499 -  473-1331netfang: info@vopnafjardarhreppur.is Sundlaugin er staðsett 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafja
Tangasporður

Tangasporður

Vopnafjarðarkauptún stendur á Kolbeinstanga og tala íbúar í sveitinni gjarnan um að fara út á Tanga þegar farið er í kaupstað. Ysti hluti tangans nefn
Kolbeinstangaviti

Kolbeinstangaviti

Kolbeinstangaviti er tæpir 20 metrar á hæð og stendur á glæsilegum stað í landi Leiðarhafnar í Vopnafirði. Vitinn var byggður árið 1942 en ekki tekinn