Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaþjónustan Sandfellsskógi

- Skipulagðar ferðir

Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.

Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum.

Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru.

Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli.

Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.

Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.

Ferðaþjónustan Sandfellsskógi

Ferðaþjónustan Sandfellsskógi

Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði
Hestaleigan Stóra-Sandfelli

Hestaleigan Stóra-Sandfelli

Hestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Ho

Valtýshellir

Gengið frá skilti við þjóðveg 1 austan (utan) við Gilsá (N65°08,172-W14°31.133). Farið er framhjá rústum Hátúna en þar var myndarbýli í árdaga Íslands

Höttur

Höttur (Hátúnahöttur) er tignarlegt fjall, sem rís upp af fjallshryggnum milli AusturValla og Fagradals, og er af mörgum talinn bæjarfjall Egilsstaða.