Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tinna Adventure

Við hjá Tinna Adventure erum einlægir áhugamenn um ferðamennsku og íslenska náttúru. Hvort sem það er í bíl, á hjóli eða fótgangandi þá viljum við deila hinni einstöku Íslensku náttúru og friðsemd með viðskiptavinum okkar.

Við höfum mikla reynslu í fjallamennsku og bakgrunnur okkar nær meðal annars inn í Björgunarsveitirnar.

Við ferðumst í littlum hópum, þar sem hver jeppi tekur að hámarki 4 til 10 farþega. Þetta gerum við með það að markmiði að bjóða upp á persónulega tengingu og nánd við hina mögnuðu náttúru landsins. Á hersla okkar er á hæga ferðamennsku “slow travel” með það í huga að veita einstaka upplifun af náttúru og menningu svæðisins.

Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og höfum það að markmiði að skilja ekki eftir ummerki á náttúrunni eftir ferðir okkar. Það er von okkar og markmið að komandi kynslóðir geti notið þessarar fallegu náttúru eins og við gerum í dag.

Þá vinnum við í nánu sambandi við samfélagið og fyrirtæki á svæðinu með það að markmiði að byggja upp og styðja við sjálfbært atvinnuumhverji í samfélaginu.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Tinna Adventure

Tinna Adventure

Við hjá Tinna Adventure erum einlægir áhugamenn um ferðamennsku og íslenska náttúru. Hvort sem það er í bíl, á hjóli eða fótgangandi þá viljum við dei
Hótel Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík

Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónv
Breiðdalsvík

Breiðdalsvík

Breiðdalsvík er lítið og tiltölulega ungt fiskiþorp sem leynir á sér. Þaðan sem þorpið stendur við ströndina er fagurt útsýni yfir svartar strendur og
Breiðdalssetur

Breiðdalssetur

Í húsnæði setursins er sýning um notkun borkjarna til að varpa ljósi á leyndardóma íslenskrar jarðfræði, þar á meðal eldgosin í Surtsey og hraunstafla
Tjaldsvæðið Breiðdalsvík

Tjaldsvæðið Breiðdalsvík

Á bak við Hótel Breiðdalsvík, við hliðina á leikskólanum, er tjaldsvæðið staðsett. Þar er heitt og kalt rennandi vatn og salernisaðstaða. Frábær aðsta
Hamar Kaffihús

Hamar Kaffihús

Utan afgreiðslutíma tökum við á móti einstaklingum og hópum í kaffi eða veitingar. Einnig er hægt að leigja salinn hjá okkur undir einkasamkvæmi. Ýmis
Meleyri

Meleyri

Meleyri er falleg strönd fyrir innan þorpið Breiðdalsvík. Svæðið hentar vel til gönguferða og útivistar og þar er ríkulegt fuglalíf. Heimamenn nýta sv

Aðrir (2)

Breiðdalsvík Swimming pool Selnes 25, 760 Breiðdalsvík 760 Breiðdalsvík 470 9000
Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps Selnesi 25 760 Breiðdalsvík 470-5575