Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Berunes Restaurant

Í stórfenglegum fjallasal við Berufjörðinn gengt Djúpavogi munu matreiðslumenn okkar galdra fram girnilega og gómsæta rétti innblásna úr matarkistu austurlands í sumar. Síbreytilegur sérréttamatseðill ásamt handverksbjórum úr héraði og metnaðarfullu vínúrvali gera kvöldið ógleymanlegt. Róbert Ólafsson matreiðslumaður og eigandi Forréttabarsins í Reykjavík er fæddur og uppalinn á Berunesi. Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í eldhúsinu heima í Berunesi undir leiðsögn Önnu móður sinnar og Sigríðar ömmu, þá hefur hann nú starfað í eldhúsum bæði hér heima og erlendis í yfir 30 ár. Á Berunesi hefur fjölskylda Róberts tekið á móti ferðalöngum í rúm 50 ár. Við mælum svo sannarlega með dvöl á þessum einstaka stað á Austfjörðum í amk 2 nætur því fjölbreytt afþreying er þar í boði, allt frá göngu uppá Steinketil og hinn glæsilega Búlandstind til rómantískrar gönguferðar meðfram stórskorinni ströndinni. Með alþjóðlegar viðurkenningar í farteskinu býður Berunes Hostel uppá gistingu fyrir um 50 gesti í herbergjum og smáhýsum, ásamt huggulegu tjaldstæði. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til okkar.

Borðapantanir má gera hér: https://www.dineout.is/berunes

Berunes Restaurant

Berunes Restaurant

Í stórfenglegum fjallasal við Berufjörðinn gengt Djúpavogi munu matreiðslumenn okkar galdra fram girnilega og gómsæta rétti innblásna úr matarkistu au
Berunes

Berunes

Á Berunesi er að finna eitt elsta Farfuglaheimilið í HI keðjunni auk tjaldsvæðis og veitingastaðar sem opinn er yfir hásumarið. Í eldhúsinu er lögð áh
Blábjörg í Berufirði

Blábjörg í Berufirði

Norðan megin í Berufirði er áhugavert náttúrufyrirbæri í fjöruborðinu. Skammt austan við bæinn Fagrahvamm, rís sérkennilegur klettahamar sem er ólíkur
Æðarsteinsviti

Æðarsteinsviti

Æðarsteinsviti stendur á Æðarsteinstanga. Hann dregur nafn sitt af fallegum kletti sem rís uppúr sjónum fyrir utan tangann og heitir Æðarsteinn. Vitin