Remba - Gönguleið
Leiðin upp Rembu er mjög skemmtileg gönguleið. Á henni er hægt að skoða Lambafoss, 21 m háan, og gilið sem Staðaráin rennur eftir. Ef gengið er alla leið upp kemur maður að gamalli stíflu fyrir 27 kW virkjun sem sá Hallormsstað fyrir rafmagni á árunum 1936 - 1955. Neðan við stíluna má enn sjá leifar timbursstokksins sem leiddi vatnið niður í virkjunarhúsið.
Vegalengd: 2,8 km