Hengifossárgil
Hengifossárgil er með einstökum berglögum og stuðlum. Tveir gríðarlega fallegir fossar eru á leiðinni, annars vegar Stuðlabergsfoss (Litlanesfoss) sem kumkringdur er einstaklega fallegu stuðlabergi og hins vegar Hengifoss, sem er með hæðstu fossum á landinu, um 128,5 m hár.
Nokkuð brött gönguleið liggur upp með gilinu, en um tvo tíma má reikna með í göngu fram og til baka. Hækkun um 300 m. Hægt er að ganga upp fyrir Hengifossinn, vaða á og ganga niður hinum megin. Fara þar sérlega varlega yfir ánna því þar geta vatnavextir verið miklir.
Nálgast má upplýsingar hjá Snæfellsstofu um gönguleiðir innan Vatnajökulþjóðgarðs. Óbyggðasetur Íslands býður uppá fjölbreytta útivist og afþreyingu.
Powered by Wikiloc