Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæðið Reyðarfirði
Tjaldsvæðið er á fallegum stað við Andapollinn, lítilli tjörn á vinstri hönd við innkeyrsluna í bæinn. Á svæðinu eru sturtur, salernisaðstaða, þvottavél og rafmagn, en losun fyrir húsbíla er hjá þjónustumiðstöð Olís, skammt frá tjaldsvæðinu. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin á sumrin í Íslenska stríðsárasafninu við Heiðarveg.  Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu:  Salerni, kalt og heitt vatn, ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla (400 m), þvottavél, þurrkari, rafmagn, sturta, bekkir og borð, veitingahús (400 m), kaffihús (1 km), vínveitingar (1 km), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (400 m), fjallasýn,gönguleiðir, leikvöllur (1,5 km), íþróttavöllur (1,5 km), veiði, golf, heilsugæsla (800 m).  Opinn eldur bannaður,hundar í bandi leyfðir.  
Tjaldsvæðið Breiðdalsvík
Á bak við Hótel Breiðdalsvík, við hliðina á leikskólanum, er tjaldsvæðið staðsett. Þar er heitt og kalt rennandi vatn og salernisaðstaða. Frábær aðstaða á frábærum stað og allt sem þig vantar í nágrenninu. Stutt í sundlaug, veitingahús, verslun, kaffihús, handverksmarkað, söfn og fleira. Frábært umhverfi fyrir fjölskyldufólk. Þjónusta í grennd við tjaldsvæðið telur íþróttahús með sundlaug, leiksvæði, útivistarsvæði. veitingahús, steinasafn, fræðasetur, handverksmarkað, banka, pósthús, verslun og bensínstöð. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldriborgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst
Tjaldsvæðið Eskifirði
Tjaldsvæðið er í skógarreit við Bleiksána, rétt við innkeyrsluna í bæinn. Þar eru sturtur, snyrting, rafmagn og leiksvæði fyrir börnin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Eskifjaðar og er hún opin allt árið. Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu: Salerni, kalt og heitt vatn, ruslagámar, rafmagn, sturta, sundlaug (200 m), heitir pottar (200 m), upplýsingamiðstöð (200 m), bekkir og borð, veitingahús (100 m), kaffihús (100 m), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (500 m), fjallasýn, gönguleiðir, leikvöllur, íþróttavöllur (100 m), veiði, golf (1,5 km), bátaleiga (2 km), heilsugæsla (800 m). Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst.
Tjaldsvæðið Fáskrúðsfirði
Tjaldsvæðið á Fáskrúðsfirði er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina. Þar eru klósett og wc-losun fyrir húsbíla. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldriborgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst
Sólbrekka Mjóafirði
Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara. Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging. Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð. Opnunartími:  Gisting í smáhýsum er opin allt árið.Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08. Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.  
Tjaldsvæðið Norðfirði
Tjaldsvæðið er á fallegum útsýnisstað við snjóflóðavarnargarðana í Drangagili, ofan við Víðimýri. Á svæðinu eru sturtur, snyrting, rafmagn, leiksvæði og strandblakvöllur. Ganga má upp á varnargarðana og njóta stórkostlegs útsýnis yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Norðfjarðar og er hún opin allt árið. Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu: Salerni, kalt og heitt vatn, upplýsingamiðstöð (600 m), ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla, rafmagn, bekkir og borð, fjallasýn, leikvöllur, íþróttavöllur, sturta, sundlaug (600 m), heitir pottar (600 m), veitingahús (600 m), kaffihús (600 m), vínveitingar (600 m), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (1 km), gönguleiðir, veiði, hestaleiga (6 km), golf (6 km), heilsugæsla (300 m). Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1.júní - 31. ágúst
Tjaldsvæðið Stöðvarfirði
Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnnar, með salerni, rafmagni og losun fyrir húsbíla. Það stendur við fallegt skógræktarsvæði með grillaðstöðu og leiktækjum. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opn allt árið í Brekkunni. Salerni, rafmagn, upplýsingamiðstöð (600 m), ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla, bekkir og borð, grillaðstaða, fjallasýn, leikvöllur, íþróttavöllur, sundlaug (500 m), heitir pottar (500 m), veitingahús (600 m), kaffihús (600 m), vínveitingar (600 m), dagvöruverlsun (600 m), bensínstöð (700 m), gönguleiðir, veiði, heilsugæsla (500 m). Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir. Verð: Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur Börn: 0 kr - yngri en 16 ára Rafmagn: 1000 kr/sólarhring Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst.

Aðrir (1)

Karlsstaðir - Ferðafélag Fjarðamanna Vöðlavík, Fjarðabyggð 740 Neskaupstaður 894-5477