Veiðihúsið Eyjar
Veiðihúsið Eyjar er af mörgum talið með glæsilegustu gistihúsum landsins. Frábærlega staðsett á bökkum Breiðdalsár skammt frá Breiðdalsvík. Húsið hentar vel til hvers kyns fundahalda og er í senn frábært fyrir stórar fjölskyldur eða hópa til að eiga notalega stund. Átta tveggja manna herbergi, hvert með sér baðherbergi, internet tengingu og gervihnattasjónvarpi. Glæsileg stofa og borðstofa með eldstæði, heitur pottur og sauna klefi til að losa um stressið og glæsilegt eldhús mynda umgjörðina í veiðihúsinu Eyjum. Fjölbreytt þjónusta er í boði þar sem gestir okkar geta valið um að sjá algjörlega um sig sjálfir í uppábúnum rúmum og allt til fullrar þjónustu í mat, drykk og framreiðslu. Við sérsníðum þjónustuna að þörfum hvers hóps fyrir sig. Margar fallegar gönguleiðir er að finna í Breiðdal. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Veiðiþjónustan Strengir var stofnuð árið 1988 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu við veiðimenn jafnt innlenda sem erlenda. Bjóðum upp á lax-og silungsveiði með gistingu víða á landinu svo sem í Hrútafjarðará, Jöklusvæðinu, Breiðdalsá og Minnivallalæk. Fjölbreytt úrval veiðileyfa í boði.