Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaþjónustan Mjóeyri
Gistiheimilið er staðsett í fögru og friðsælu umhverfi á Mjóeyri, rétt utan við þéttbýlið við Eskifjörð. Húsið er nýlega innréttað, var byggt árið 1895 og ber merki gamalla og nýrra tíma. Við leggjum áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft. Stórkostlegt útsýni er út Reyðarfjörð, inn Eskifjörð, yfir Hólmanes og Hólmatind. Hægt er að fá morgunmat og kvöldmat ef pantað er með fyrirvara. Boðið er upp á gistingu í fjórum, eins til tveggja manna herbergjum með sameiginlegum eldhúskrók, setustofu með sjónvarpi og góða hreinlætissaðstöðu. Útvarp og sjónvarp er í öllum herbergjum. Reyklaust umhverfi er innandyra. Stór sólpallur er við innganginn á neðri hæð og þaðan er einnig gengið inn í morgunverðarsal. Ferðaþjónustan á Mjóeyri býður einnig upp á fimm 39m2 smáhýsi. Húsin eru klædd að innan með panil og á gólfi er parket, hvert hús er með verönd og á efri hæð eru svalir með frábæru útsýni. Hvert hús rúmar 4-6 manns. Í setustofu er sjónvarp og útvarp með geislaspilara. Eldhúsið er úbúið með örbylgjuofni, ísskáp, hraðsuðukatli og pressukönnu auk áhalda og borðbúnaðar. Í setustofunni er sófi sem auðvelt er að breyta í þægilegt tvíbreitt rúm. Á efri hæðinn er eitt herbergi með 2 rúmum og svefnloft með pláss fyrir 2-3 persónur. Baðherbergið er á neðri hæðinni. Á Mjóeyri er einnig baðhús með heitum potti og sauna. Þá eru þrjú nýbyggð 24m2 og tvö 29m2 hús. Þau eru með 2x90cm rúm á neðri hæðinni, eldunaraðstöðu, baðherbergi með sturtu og svefnlofti. Fínt fyrir tvo til fjóra gesti. Öll húsin eru með aðgangi að interneti.  Í næsta nágrenni Mjóeyrar er Randulffssjóhús sem er opið frá kl 12-21 alla daga sumarsins. Þar er matseðil bæði í hádeginu og á kvöldin og kaffimatseðil yfir daginn. Svo er auðvitað hægt að panta fyrir hópa á öðrum tímum. Í Randulffssjóhúsi starfa lærðir kokkar sem leggja mikla áheyrslu á ferskan mat úr nágrenninu.  http://www.mjoeyri.is
Skorrahestar ehf
Skorrahestar bjóða upp á lengri hestaferðir, styttri reiðtúra og gönguferðir- „við ysta haf“. Við erum staðsett austast á Austfjörðum; bændur til margra ára á bænum Skorrastað í Norðfirði. Hér komast gestir í tengsl við náttúruna, mannlífið, þjóðsögurnar og íslenska hestinn. Gönguleiðir og reiðgötur eru valdar af kostgæfni til að ná fram sem mestum hughrifum gesta. Lengd túranna er ekki mæld í kílómetrum heldur upplifunum. Heimaaldir leiðsögumenn, traustir hestar og rjómapönnukökur leggja grunninn að góðum umsögnum gesta sem má finna á www.tripadvisor.com og www.booking.com .  Við bendum einnig á www.skorrahestar.is og www.facebook.com (Skorrahestar) þar sem finna má myndir og nánari lýsingu á framboði Skorrahesta. Gisting er einnig í boði. Vinsamlegast hafið samband á netinu: info@skorrahestar.is
Sólbrekka Mjóafirði
Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara. Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi. Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging. Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst. Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð. Opnunartími:  Gisting í smáhýsum er opin allt árið.Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08. Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.  
Hótel Breiðdalsvík
Hótel Breiðdalsvík er staðsett á Breiðdalsvík, nánast við vegarbrún þjóðvegar eitt. Þar velja gestir úr 39 herbergjum af öllum stærðum með baði, sjónvarpi og síma. Við bjóðum upp á úrvals ráðstefnu og veisluaðstöðu fyrir allt að 300 manns í sölum sem taka frá 30 - 300 manns í sæti. Á matseðli hótelsins má finna úrval þjóðlegra rétta. Njótið fagurs sjávarútsýnis, sem er rammað inn af klettum, hæðum og einum tignarlegustu fjöllum fjórðungsins. Breiðdalur er þekktur fyrir veðursæld og ýmsar gönguleiðir sem leiða þig á vit ævintýranna. Hægt er að veiða í 3 ám í dalnum og á eftir er tilvalið að njóta þess að fara í sauna og slappa af við arininn. Stutt er í góða sundlaug með heitum potti.  Travel East Iceland býður upp á úrval afþreyingar í nágrenni Breiðdalsvíkur.   
Hótel Staðarborg
Hótel Staðarborg er glæsilegt, nýlegt 30 herbergja hótel í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, aðeins 7 km. frá Breiðdalsvík. Hér er um að ræða endurnýjað skólahúsnæði er rúmar 54 gesti í 30 rúmgóðum herbergjum með sér baði og sjónvarpi, auk svefnpokaplássa. Hótelið er við þjóðveg nr. 1 í 625 km fjarlægð frá Reykjavík og um 100 km frá Seyðisfirði, sem gerir hótelið að ákjósanlegum áningarstað fyrir þá sem ferðast með bílferjunni Norrænu. Afþreying er fjölbreytt á svæðinu og við allra hæfi í fögru umhverfi. Hótel Staðarborg var opnað sumarið 2000 í Breiðdal. Í veitingasal er framreiddur morgunverður, hádegisverður og kvöldverður auk þess sem hægt er að fá kaffi og meðlæti allan daginn.Á lóðinni eru tjaldstæði og heitur pottur gestum til afnota.
SAXA Guesthouse and Café
Þetta gistihús er staðsett við hliðina á höfninni á Stöðvarfirði og býður upp á útsýni yfir hafið og fjallið Súlur. Það er með ókeypis Wi-Fi og býður upp á nútímaleg og björt herbergi. Öll herbergin á Saxa Guesthouse eru með sérbaðherbergi með sturtu ásamt fataskáp. Sum eru einnig með setusvæði. Á meðal aðstöðunnar á Saxa Guesthouse má nefna sameiginlega sjónvarpssetustofu, verönd og Café Saxa. Í innan við 50 metra fjarlægð má finna veitingastaðinn Gallery Snærós og handverksmarkað yfir sumartímann. Egilsstaðir eru í 50 mínútna akstursfjarlægð og Breiðdalsvík er í 15 mínútna akstursfjarlægð.   Við tölum þitt tungumál! Þessi gististaður hefur verið á Booking.com síðan 18. júl 2012.Herbergi: 14
Kirkjubær Guesthouse
Kirkjubær er einstakur gististaður á Íslandi, staðsettur á Stöðvarfirði, einni af náttúruperlum Austfjarða. Húsið er afhelguð kirkja, endurbyggð árið 1925 á núverandi stað. Svefnaðstaða er fyrir 10 manns auk hreinlætis- og eldunaraðstöðu. Sjá einnig: Vefsíðuna okkar og þá er einnig hægt að hafa samband á netfangið kirkjubaergisting@simnet.is
Hótel Eskifjörður
Hótel Eskifjörður er byggt á sterkum grunni sem hýsti áður útibú Landsbanka Íslands. Saga sem nær aftur til 1918 en byggingin er frá árinu 1968. Hótelið er í miðbæ Eskifjarðar með einstakt útsýni þar sem fegurð Hólmatindsins fær að njóta sín. Eskifjörður á sér merkilega sögu og í bænum og nærsveit er að finna söguspjöld sem gaman er að kynna sér. Einnig er fallegt Sjómannasafn og mörg eldri hús sem vert er að skoða. Við höfum 17 tveggja manna herbergi, 9 í bankahúsi og 8 í bankastjóra-íbúðarhúsinu öll með eigin baðherbergi. Öll hönnuð með þægindi og notalegheit í fyrirrúmi. Í herbergjunum er að finna flatskjássjónvarp með sjónvarpsstöðvar víðsvegar úr heiminum, myrkva- gluggatjöld fyrir þá sem þola illa miðnætursólina og þægileg lýsing fyrir þá sem vilja lýsa skammdegið. Stílhrein baðherbergi með sturtu í hverju herbergi. Frítt þráðlaust internet er í boði fyrir gesti.

Aðrir (4)

Reydarfjörður Apartment Heiðarvegur 2 730 Reyðarfjörður +3546924488
Hótel Capitano Hafnarbraut 50 740 Neskaupstaður 477-1800
Skarð Sumarbústaðaleiga Skarð 760 Breiðdalsvík 475-6798
Sumarhús Háaleiti Skarð 760 Breiðdalsvík 475-6798