Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæðið á Egilsstöðum
Camp Egilsstaðir er miðsvæðis í Egilsstaðabæ, undir klettunum við Kaupvang. Þaðan er spölkorn í helstu verslanir og þjónustu. Á tjaldsvæðinu er rafmagn fyrir húsbíla, leiktæki fyrir börn, snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða, þvottavélar, þurrkarar, sturtur og salerni.  Á svæðinu eru einnig útiborð og bekkir og aðstaða til að vaska upp. Þjónustuaðstaðan er opin allan sólarhringinn og í byrjun árs 2022 var hún stækkuð um helming og nú, ásamt úti-eldunarskýli, er komin aðstaða innanhús til eldunar. Á háönn er nauðsynlegt að bóka og greiða fyrir tjaldsvæðið á netinu en möguleiki er á greiðslu í gegnum sjálfsafgreiðsluposa á lágönn ef móttakan er lokuð.    Tjaldsvæðið er opið allan sólarhringinn, allt árið um kring. Egilsstaðastofa Visitor Center er í þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Gistu hjá okkur á ferð þinni um Ísland en stutt er í alls kyns afþreyingu eins og Stuðlagil, Vök Baths, Hengifoss og fleiri frábærar náttúruperlur. Hægt er að bóka pláss fyrirfram á vef Camp Egilsstaðir sem og verðskrá.  Egilsstaðastofa Visitor Center er staðsett í þjónustuhúsi Camp Egilsstaða. Þar er hægt að fá upplýsingar um svæðið.  Hægt er að kaupa kaffi, te, póstkort, frímerki og fleira. Nánari upplýsingar um Egilsstaðastofu er að finna á vef Camp Egilsstaðir .
Mjóanes accommodation
Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.  Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald. Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu. Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús. Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt. Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús. Kíkið á hengifoss.is og east.is/is 
Ferðaþjónustan Sandfellsskógi
Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði. Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum. Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru. Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli. Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn. Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Laugarfell
Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja. Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells. Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.
Tjaldsvæðin Hallormsstaðaskógi
Í Atlavík eru tvö salernishús með heitu og köldu rennandi vatni. Þar eru aðstaða fyrir uppvask, losun ferðasalerna, salerni fyrir fatlaða, útigrill, borð og stólar ásamt leikvelli. Í Höfðavík eru svo þrjú salernishús með sturtu. Einnig er þar rafmagn fyrir húsbíla og vagna, losun ferðasalerna, útigrill ásamt borðum og stólum. Í Höfðavík ærslabelgur / hoppudýna. Á báðum tjaldsvæðum er rusl flokkað. Hallormsstaðaskógur er mjög vinsæll fyrir útivist enda fallegur staður. Það eru yfir 40 km af gönguleiðum á korti. Í skóginum er fjölskylduvænt Trjásafn með yfir 90 mismunandi gerðir trjáa. Þar er einnig Hótel Hallormsstaður með 100 herbergi og veitingastað. Verð 2024Fullorðnir: 2.000 kr á manninnEldri borgarar og öryrkjar: 1.500 krGistináttaskattur: 300 krBörn: Frítt fyrir 14 ára og yngriRafmagn/sólahringur: 1300 kr Sturta: 500 kr. Sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr mynt. Eru staðsettar í Höfðavík.Þvottavélar og þurrkarar.: 500 kr eru staðsettar í AtlavíkEftir 4 nætur er veitt afsláttarkort sem veitir 500 kr afslátt af gistinótt af fullur verði út sumarið. Afláttarkortið gildir einnig í Vaglaskógi.  Vefsíða hengifoss.is/en/hallormsstadurFacebook fyrir tjaldsvæðið www.facebook.com/Atlavik/Facebook fyrir Hallormsstað www.facebook.com/Hallormsstadur

Aðrir (1)

Hótel Svartiskógur Hallgeirsstaðir, Jökulsárhlíð 701 Egilsstaðir 868-7735