Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sláturhúsið
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs var stofnuð árið 2005 og er hlutverk hennar að ýta undir skapandi starfsemi,hvetja til þátttöku almennings og efla lista- og menningarstarf á Austurlandi. Menningarmiðstöðin er lykilstofnun við framkvæmd menningarstefnu sveitarfélagsins og leggur sérstaka áherslu á sviðslistir (performing arts). Önnur áhersla miðstöðvarinnar er lista og menningaruppeldi barna og ungmenna og því er áhersla á að sem flest verkefni hafi fræðslugildi auk hins listræna og menningarlega gildis.  Þó áhersla sé lögð á sviðslistir þá sinnir MMF / Sláturhús einnig öðrum listgreinum, meðal annars með myndlistarsýningum, kvikmyndasýningum, tónleikum auk annarra menningarviðburða.  Í Sláturhúsinu er einnig gestaíbúð og vinnuaðstaða fyrir listafólk.  MMF er til húsa í Sláturhúsinu við Kaupvang.
Minjasafn Austurlands
Minjasafn Austurlands varðveitir minjar um sögu, menningu og samfélag fjórðungsins. Á safninu eru tvær grunnsýningar, annars vegar sýningin Hreindýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Þar fyrir utan eru settar upp margvíslegar smærri sýningar yfir árið. Hreindýrin á AusturlandiÁ sýningunni er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverk. Á sýningunni er meðal annars hægt að horfa á kvikmyndina Á hreindýraslóðum eftir Eðvarð Sigurgeirsson frá fimmta áratug 20. aldar, hlusta á frásagnir hreindýraveiðimanna og virða fyrir sér fjölda ljósmynda og muna sem tengjast hreindýrum og hreindýraveiðum. Sjálfbær einingYfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, s.s. fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Með þess sýningargripa er baðstofa frá bænum Brekku í Hróarstungu. Upplýsingar um yfirstandandi sérsýningar og aðra viðburði má finna á heimasíðu safnsins. Opunartímar: September-maí: Þriðjudaga – föstudaga, 11:00-16:00 Júní – ágúst: Opið alla daga frá 10:00-18:00 Hægt að semja um opnun utan auglýsts opnunartíma. Upplýsingar um aðgangseyri má finna á heimasíðu safnsins.