Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

East Highlanders
East Highlanders er fjölskyldu fyrirtæki og er rekið af hópi reyndra ökumanna og leiðsögumanna sem hjálpa þér að skapa nýjar minningar á Austurlandi.  Við sem störfum hjá fyrirtækinu köllum okkar minningarsmiði, við bjóðum upp á dagsferðir um Austurland fyrir litla hópa ásamt því að taka móti stærri og minni hópum í Hallormsstaðarskógi.  Við byggjum á traustum grunni og höfum tekið á móti gestum síðan árið 2010. Markmið okkar er að veita eftirminnilega dvö á Austurlandi. Við kappkostum að vera félagslega og umhverfislega ábyrg, uppfylla þarfir gesta okkar og fara fram úr væntingum þeirra.  Endilega skoðaðu vefinn okkar og sköpum nýjar minningar saman.  DagsferðirUpplifðu Austurland í ró og næði. Dagsferðir eru fullkomnar fyrir minni hópa. Við bjóðum upp á jeppaferðir með leiðsögumanni sem fer með þig og þinn hóp um svæðið og skoðum helstu perlur Austurland. þú getur bókað ferð í Stuðlagil, Mjóafjörð og á Borgarfjörð Eystri. Einnig getum við búið til sérferð ef þig langar að skoða aðrar perlur.  HallormsstaðurÍ skóginum tökum við á móti hópum og bjóðum við upp á Axarkast Axarkast er ekki nýtt á nálinni, þetta er tilvalið fyrir þá sem hafa keppnisskap og vilja koma adrenalíninu af stað. Þessi afþreying fer fram utandyra og frábær fyrir þá sem vilja hafa gaman. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja hópefli fyrir hópinn þinn þar sem hægt er að bæta við bogfimi, ratleik og ketilkaffi. Hafðu samband og við undirbúum einstaka upplifun í skóginum.    Sköpum góðar minningar saman og sjáumst með góða skapið – East Highlanders teymið
Wildboys.is
Wildboys.is bjóða upp á fjallgönguferðir auk annarra gönguferða á Austurlandi allt árið um kring. Göngu- og skíðaferðir á Snæfell, Ævintýraganga í Hafrahvammagljúfrum, Dyrfjöll, Stórurð og Fossaleiðin eru okkar vinsælustu ferðir.  Við tökum einnig að okkur leiðsögn hópa um Víknaslóðir og Lónsöræfi auk fleiri spennandi tinda og gönguleiða á Austurlandi.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ferðaþjónustan Sandfellsskógi
Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr. 95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði. Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum. Sama fjölskylda hefur rekið ferðaþjónustuna um þrjátíu ára skeið og sameinar reynslu og austfirska gestrisni.Við leggjum áherslu á góð og persónuleg samskipti við gesti okkar, þar sem þeir geta notið sín í fögru umhverfi og kyrrð í íslenskri náttúru. Smáhýsin eru 10 talsins, af ýmsum stærðum og gerðum og rúma 2-4 gesti hvert. Öll eru með eldunaraðstöðu og aðgang að gasgrilli, sex þeirra eru með sérbaðherbergi og fjögur með sameiginlegum snyrtingum. Herbergin eru 3, öll með sér inngangi, litlu baðherbergi og með aðgang að eldunaraðstöðu og gasgrilli. Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið. Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn. Allar hestaferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Tímasetning ferða er eftir samkomulagi hverju sinni og lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Hestaleigan Stóra-Sandfelli
Hestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Í boði eru 1-2 tíma hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni og er tímasetning þeirra eftir samkomulagi hverju sinni.  Allar ferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.  Ferðaþjónustan býður einnig upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á  tjaldsvæði. Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí - 15. september.Hestaleigan er opin frá 1.júní-15.septemberTjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst. Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Finnsstaðir
Á Finnsstöðum er rekið fjölskyldufyrirtæki sem býður uppá gistingu, hestaleigu og hesthúsaheimsóknir allan ársins hring auk þess að bjóða uppá lítinn húsdýragarð á sumrin. Eigendur taka yfirleitt sjálfir á móti gestum og fara með þeim í reiðtúra. Miklar kröfur eru gerðar á gæði hrossanna en úrvals geðslag og frábært tölt eru grunndvallar atriði. Ferðirnar eru sérsniðnar að hverjum hóp og eru u.þ.b 1-2 klst. Hægt er að hafa samband með fyrirvara ef fólk hefur í hyggju að fara í lengri hestaferðir yfir sumartímann. Hestaleigan er alltaf opin en panta þarf í ferðir. Gistingin á Finnsstöðum er í nokkuð stóru einbýlishúsi með 3 svefnherberjum með rúmum fyrir 6 manns. Húsið er rúmgott og búið öllum helstu þægindum. Góð nettenging er í húsinu og heitur pottur á pallinum. Í húsinu er þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að auk að sjálfsögðu eldunaraðstöðu og frábært útsýni skemmir ekki fyrir.  Húsdýragarðurinn er opinn yfir sumartímann. Á bænum eru hænur og endur allan ársins hring auk hesta en á sumrin bætast við kálfar, lömb, svín, andarungar og jafnvel kanínur og naggrísir. Húsdýragarðurinn er opinn frá 10:00 - 17:00 frá 15.maí til 15.september.  Dýrin á bænum elska athyglina og oft eru börnin sem er í miklu uppáhaldi. 

Aðrir (3)

Sæti hópferðir ehf. Dalbrún 12 700 Egilsstaðir 867-0528
Spyrnir ehf. Fagradalsbraut 11 700 Egilsstaðir 580-7908
Húsey HI Hostel & Hestaleiga / Farfuglaheimili Húsey 701 Egilsstaðir 694-3010