Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Veitingastaðir í Fljótsdal

Hengifoss Food Truck
Við bjóðum upp á mat úr héraði og allt er heimatilbúið af okkur sjálfum. Bjóðum upp á ekta íslenska kjötsúpa, vöfflur eftir uppskrift ömmu minnar og Gúdd ís, ís sem við framleiðum einnig sjálf í Fljótsdal. Til viðbótar erum við einni staðurinn á Íslandi sem framleiðir og býður upp á ís úr sauðamjólk úr okkar kindum frá okkar litla fyrirtæki Sauðagull.  Einnig erum við með vegan og glútenfrí valmöguleika. Við erum hinum megin ána, séð frá stóra bílaplaninu. Hægt er að ganga yfir brúna við bílaplanið eða leggja hjá okkur. 
Klausturkaffi
Klausturkaffi er veitingastaður í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri í Fljótsdal, 39 km frá Egilsstöðum. Klausturkaffi leggur áherslu á íslenska matargerð og notkun á hráefni af svæðinu s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað. Boðið er upp á hádegis- og kaffihlaðborð alla daga auk lítils matseðils. Einungis er opið fyrir hópa í kvöldverð eða þegar sérstakir viðburðir eru í húsinu. Veitingastaðurinn rúmar um 50 manns í sæti en að sumri er einnig hægt að sitja úti á verönd. Yfir veturinn er opið kringum viðburði og hægt að fylgjast með því á heimasíðunni þar sem einnig er að finna matseðla. Hópar alltaf velkomnir í fjölbreyttar veitingar eftir samkomulagi.  Opnunartími:Apríl og maí, kl. 11-16 Júní - ágúst, kl. 10-17September - 13. október, kl. 11-17  
Móðir Jörð í Vallanesi
Hjá Móður Jörð í Vallanesi er boðið uppá gistingu í nýuppgerðum svítum með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu.  Á staðnum er rekið kaffihús (Asparhúsið) og verslun þar sem boðið er uppá staðbundinn morgunmat og máltíðir úr jurtaríkinu frá kl 10 - 17:00 mánudaga til laugardaga í júní, júlí og ágúst. Í maí og september er opið frá kl 11 - 16.   Hægt er að versla ferskt grænmeti sem er lífrænt ræktað á staðnum og forvitnilegar heilsu- og sælkeravörur Móður Jarðar.  Tekið er á móti hópum og sérpöntunum en senda má fyrirspurn á info@vallanes.is.
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.
Snæfellsstofa, Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs
Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM. Í Snæfellsstofu er sérlega áhugaverð og falleg sýning, Veraldarhjólið, sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins. Við hönnun hennar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum. Minjagripaverslun er í gestastofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins. Kaffi, te og léttar veitingar eru til sölu Gestastofan er staðsett á Skriðuklaustri örlítið lengra inn dalinn en þar sem beygt er upp á Fljótsdalsheiði. Aðgengi er fyrir fatlaða. Aðgangur er ókeypis. Opnunartími:Opnunartíma má finna á með því að smella hér. 
Laugarfell
Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja. Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í nágrenni Laugarfells. Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní til 30 september.
Fljótsdalsgrund
Gistiheimili með veitingarekstri, 10 herbergi í gistiheimilinu ásamt 120m2 einbýlishúsi sem hægt er að leigja. Stórt tjaldsvæði með aðgangi að wc og sturtu, grillsvæði, leiksvæði og mögulegt að leigja sal fyrir allt að 160 manns til stærri viðburða. Staðsetning er ca 7 km innan við í Hengifoss, í hjarta Fljótsdalsins.
Hótel Hallormsstaður
Hótel Hallormsstaður samanstendur af 92 herbergjum, öll með sér salernis- og sturtuaðstöðu. Hótelið er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði í mat og þjónustu. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, fundar og ráðstefnusalir, veislusalir, heitur pottur bæði úti og inni, spa, nuddstofa og æfingasalur. Einnig er við hótelið tilkomumikið Tentipi tjald með eldstæði. Tjaldið tekur allt að 60 manns í sæti við borð. Stór pallur er fyrir utan tjaldið. Sími 470-0100  
Kol bar & bistro
Fallegur veitingastaður á efri hæð Hótels Hallormsstaðar með stórkostlegu útsýni yfir skóginn og Lagarfljót. Matseðillinn er fjölbreyttur með hinum ýmsu réttum, meðal annars pasta, risotto, grilluðu nauti, lambi og hægeldaðri grísasíðu.   Opnunartíminn er frá 18:00 til 22:00
Lauf
Hótel Hallormsstaður er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði bæði í mat og þjónustu. Á veitingastaðnum Lauf er boðið uppá hið rómaða sumarhlaðborð sem samanstendur af fjöldan allan af réttum, bæði heitum og köldum, forréttum, aðalréttum og eftirréttum. Sælkeraferðalag fyrir bragðlaukana! Hafið samband við Hótel Hallormsstað varðandi opnunartíma