Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæði í Fljótsdal

Tjaldsvæðin Hallormsstaðaskógi
Í Atlavík eru tvö salernishús með heitu og köldu rennandi vatni. Þar eru aðstaða fyrir uppvask, losun ferðasalerna, salerni fyrir fatlaða, útigrill, borð og stólar ásamt leikvelli. Í Höfðavík eru svo þrjú salernishús með sturtu. Einnig er þar rafmagn fyrir húsbíla og vagna, losun ferðasalerna, útigrill ásamt borðum og stólum. Í Höfðavík ærslabelgur / hoppudýna. Á báðum tjaldsvæðum er rusl flokkað. Hallormsstaðaskógur er mjög vinsæll fyrir útivist enda fallegur staður. Það eru yfir 40 km af gönguleiðum á korti. Í skóginum er fjölskylduvænt Trjásafn með yfir 90 mismunandi gerðir trjáa. Þar er einnig Hótel Hallormsstaður með 100 herbergi og veitingastað. Verð 2024Fullorðnir: 2.000 kr á manninnEldri borgarar og öryrkjar: 1.500 krGistináttaskattur: 300 krBörn: Frítt fyrir 14 ára og yngriRafmagn/sólahringur: 1300 kr Sturta: 500 kr. Sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr mynt. Eru staðsettar í Höfðavík.Þvottavélar og þurrkarar.: 500 kr eru staðsettar í AtlavíkEftir 4 nætur er veitt afsláttarkort sem veitir 500 kr afslátt af gistinótt af fullur verði út sumarið. Afláttarkortið gildir einnig í Vaglaskógi.  Vefsíða hengifoss.is/en/hallormsstadurFacebook fyrir tjaldsvæðið www.facebook.com/Atlavik/Facebook fyrir Hallormsstað www.facebook.com/Hallormsstadur
Mjóanes accommodation
Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað. Góðar gönguleiðir í nágrenninu.  Hér eru 2 bústaðir með rúm fyrir allt að 4 og baðherbergi með wc og vask. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá, þar er líka eldhús/setustofa og í hlöðunni er poolborð og píluspjald. Einnig er heitur pottur og gufa við hliðina á þjónustuhúsinu. Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús. Hér tekur gestgjafi vel á móti öllum, persónuleg þjónusta og heimilislegt. Við erum miðsvæðis á Héraði hvort sem hugurinn leitar upp til fjalla eða út að sjó. Margar fallegar náttúruperlur, sögustaðir, afþreying, gönguleiðir og kaffihús. Kíkið á hengifoss.is og east.is/is 
Fljótsdalsgrund
Gistiheimili með veitingarekstri, 10 herbergi í gistiheimilinu ásamt 120m2 einbýlishúsi sem hægt er að leigja. Stórt tjaldsvæði með aðgangi að wc og sturtu, grillsvæði, leiksvæði og mögulegt að leigja sal fyrir allt að 160 manns til stærri viðburða. Staðsetning er ca 7 km innan við í Hengifoss, í hjarta Fljótsdalsins.
Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli
Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, rennandi vatn og vatnssalerni á sumrin. Á veturna er timburkamína og þurrsalerni. Við skálann er tjaldsvæði. Skálinn er staðsettur við rætur Snæfells á vegi F909. Yfir hásumarið bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og fjöldi stikaðra og óstikaðra gönguleiða er við Snæfell og á Snæfellssöræfum. Inn við jökul má finna gestagötuna „Í faðmi jökla“. Tjaldsvæðið er á mel rétt við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði og liggur við veg F909.  Tæplega kílómeter er frá tjaldsvæðinu að uppgöngunni á Snæfell. Nokkrar merktar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu auk gestagötunnar „Í faðmi jökla“ inn við Brúar- og Eyjabakkajökul. Athugið að opnunartímar skála og tjaldsvæðið er mikið háð veðri og tíðarfari