Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

East Highlanders
East Highlanders er fjölskyldu fyrirtæki og er rekið af hópi reyndra ökumanna og leiðsögumanna sem hjálpa þér að skapa nýjar minningar á Austurlandi.  Við sem störfum hjá fyrirtækinu köllum okkar minningarsmiði, við bjóðum upp á dagsferðir um Austurland fyrir litla hópa ásamt því að taka móti stærri og minni hópum í Hallormsstaðarskógi.  Við byggjum á traustum grunni og höfum tekið á móti gestum síðan árið 2010. Markmið okkar er að veita eftirminnilega dvö á Austurlandi. Við kappkostum að vera félagslega og umhverfislega ábyrg, uppfylla þarfir gesta okkar og fara fram úr væntingum þeirra.  Endilega skoðaðu vefinn okkar og sköpum nýjar minningar saman.  DagsferðirUpplifðu Austurland í ró og næði. Dagsferðir eru fullkomnar fyrir minni hópa. Við bjóðum upp á jeppaferðir með leiðsögumanni sem fer með þig og þinn hóp um svæðið og skoðum helstu perlur Austurland. þú getur bókað ferð í Stuðlagil, Mjóafjörð og á Borgarfjörð Eystri. Einnig getum við búið til sérferð ef þig langar að skoða aðrar perlur.  HallormsstaðurÍ skóginum tökum við á móti hópum og bjóðum við upp á Axarkast Axarkast er ekki nýtt á nálinni, þetta er tilvalið fyrir þá sem hafa keppnisskap og vilja koma adrenalíninu af stað. Þessi afþreying fer fram utandyra og frábær fyrir þá sem vilja hafa gaman. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja hópefli fyrir hópinn þinn þar sem hægt er að bæta við bogfimi, ratleik og ketilkaffi. Hafðu samband og við undirbúum einstaka upplifun í skóginum.    Sköpum góðar minningar saman og sjáumst með góða skapið – East Highlanders teymið
Óbyggðasetur Íslands
Óbyggðasetrið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu, heimilislegan veitingastað og gistingu í einstöku umhverfi. Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Fjöldi lengri sem styttri gönguleiða er í nágrenninu og staðurinn vinsæll hjá gönguhópum. Dæmi um styttri göngu er eyðibýlagangan sem liggur inn með ánni að endurgerðum kláf sem gestum er velkomið að prófa.