Hestaleigan/ Ferðaþjónustan Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði.
Í boði eru 1-2 tíma hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni og er tímasetning þeirra eftir samkomulagi hverju sinni. Allar ferðir eru með leiðsögn. Leitast er við að velja hesta við hæfi hvers og eins og í upphafi hverrar ferðar er farið stuttlega yfir helstu atriði sem knapar þurfa að hafa í huga og teknir nokkrir æfingahringir í gerðinu. Lágmarksfjöldi þátttakanda í hverri ferð eru 2 og hámarksfjöldi 10.
Ferðaþjónustan býður einnig upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.
Gistiaðstaðan er opin frá 15. maí - 15. september.
Hestaleigan er opin frá 1.júní-15.september
Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní - 31.ágúst.
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir, vinsamlegast farið á heimasíðu okkar eða hafið samband í gegnum síma eða tölvupóst.